Standast kjarasamningarnir endurskoðun? Drífa Snædal skrifar 11. september 2020 13:22 Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram rafrænt þing ASÍ-UNG þar sem ný forysta ungs fólks innan hreyfingarinnar verður kosin, en ungliðastarfið hefur vaxið og dafnað hin síðari ár. Það er góð tilfinning að vita af öflugu fólki sem er í stakk búið til að verja kjör vinnandi fólks í framtíðinni og sækja fram. Ég óska þeim alls hins besta og hlakka til samstarfsins með nýrri forystu. Forsendunefnd ASÍ og SA kom saman í vikunni á fyrsta fundi sínum en hlutverk hennar er að meta hvort forsendur kjarasamninga hafa staðist. Nefndin þarf að komast að niðurstöðu fyrir lok mánaðarins. Framundan er því mat á árangri kjarasamninganna sem undirritaðir voru í apríl og maí í fyrra, hvort markmið þeirra hafa haldið og hverju þarf að ná fram til að svo megi verða. Það er alveg ljóst að markmið um kaupmáttaraukningu og vaxtalækkun hafa náðst en samningarnir voru undirritaðir með hliðsjón af yfirlýsingu stjórnvalda meðal annars um aðgerðir til að bæta kjör fólks á húsnæðismarkaði, vörn gegn félagslegum undirboðum, skattalækkanir, lengingu fæðingarorlofs og skref til afnáms verðtryggingar. Megnið af þessum loforðum sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana hafa haldið en ekki öll tímasettu loforðin. Í stórri hreyfingu þarf að gæta þess að raddir sem flestra heyrist og því hefur miðstjórn ákveðið að boða til formannafundar í ASÍ þann 22. september nk. til að ræða endurskoðunarákvæði kjarasamninganna. Í ASÍ eru 47 aðildarfélög og félagsmenn þeirra telja um 133.000 manns. Nú er tækifæri fyrir almenna félaga að mæta á fundi hjá sínu félagi og taka þátt í umræðum um kjarasamningana. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar