„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:13 Sara Sweeney slökkviliðsmaður á vettvangi Gaupu-eldsins svokallaða sem nú logar í Angeles-þjóðgarðinum. Getty/David McNew/Stringer Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45