„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:13 Sara Sweeney slökkviliðsmaður á vettvangi Gaupu-eldsins svokallaða sem nú logar í Angeles-þjóðgarðinum. Getty/David McNew/Stringer Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45