Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 21:45 Rúnar er mjög ánægður með að vera kominn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. „Mér líður vel, það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og sérstaklega því þetta er í bikar. Eru komnir lengra en í fyrra og hitt í fyrra svo ég er ánægður með það,“ sagði Rúnar glaður í bragði að leik loknum. „Við spiluðum hann einfalt en mjög vel. Vörðumst ofboðslega vel. Blikar eru mjög góðir, spila frábæran fótbolta og það er mjög erfitt að verjast þeim. Besta liðið á landinu þegar þeir geta verið með boltann og fært hann hratt. Við vorum að reyna loka svæðum ásamt því að nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Spiluðum bara einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik,“ sagði Rúnar um leik kvöldsins. Aðspurður hvort hann ætti þá við að Blikar væru ef til vill að spila of flókið þá þvertók Rúnar fyrir það. „Nei ég er ekki að meina það. Þeir eru frábærir í því sem þeir eru að gera. Við vissum að við þyrftum að berjast, hlaupa og hafa fyrir hlutunum. Baráttan skilaði þessum sigri.“ „Ofboðslega ánægður fyrir hönd Ægis. Hann hefur verið hjá okkur í tvö ár og fengið einhver tækifæri en ekki alltaf heppnast hjá honum. Hann tók sénsinn í dag, spilaði frábærlega. Hann er búinn að sýna okkur þetta lengi vel á æfingum en við höfum þurft að fá að sjá þetta í leik líka, það er ekki nóg að vera góður á æfingum. Rosa margir geggjaðir á æfingum en eiga erfiðara með að spila á stórum velli, það er tvennt ólíkt. Ægir sýndi okkur hvað í honum býr og skoraði tvö frábær mörk í kvöld,“ sagði Rúnar um frammistöðu Ægis Jarls Jónassonar í kvöld. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur í sumar og hann svaraði með tveimur mörkum ásamt því að hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn. „Við lentum í smá erfiðleikum í nokkrum leikjum en það er alltaf viðbúið að það geti gerst. Þurfum að vera sterkir í hausnum og vinna okkur út úr því Erum búnir að gera það og það sýnir sig á leik okkar í dag og gegn Akranesi fyrir tveimur vikum eða svo. Þegar við erum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan erum við mjög góðir. Við sýndum fína takta hér í dag og gerðum fín mörk en það þurfti að hafa fyrir því. Það þurfti að vinna og berjast. Það er ekki alltaf hægt að vera með boltann og spila flott, þú þarft að skora, búa til færi og verja markið þitt. Við gátum gert allt þetta í dag en við höfum ekki alltaf gert það í sumar,“ sagði Rúnar um umræðu þess efnis að KR hefði verið í „krísu“ fyrir nokkrum vikum síðar. Að lokum var Rúnar spurður út í óskamótherja í undanúrslitum en hann svaraði því nokkuð óljóst. Eins og líklega allir vill hann eflaust bara heimaleik.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30