Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2020 22:30 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/Patrick Semansky Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. Fyrirtækið heitir SKDKnickerbocker og á í nánu samstarfi við framboð Biden og aðra Demókrata og hefur komið að minnst sex forsetaframboðum. Tölvuþrjótarnir rússnesku eru sagðir hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar sem hefur heimildir fyrir því að tölvuþrjótunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld Rússlands hafa stutt framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með áróðri og öðrum aðferðum. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, segir í bloggfærslu að tölvuþrjótar hafi beint árásum sínum að 6.912 manns sem starfi hjá 28 stjórnmálastofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Engin árás virðist þó hafa heppnast hingað til. In recent weeks, we ve detected nation-state cyberattacks targeting people & organizations involved in the upcoming U.S. election. At Microsoft, we have & will continue to take action to help defend our democracy against these attacks. More in my blog: https://t.co/SdpkfCv6lL— Tom Burt (@TomBurt45) September 10, 2020 Eins og frægt er laumuðu sömu rússneskir tölvuþrjótar sér inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar landsnefndarinnar voru í kjölfarið birtir af Wikileaks. Afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningum í Bandaríkjunum eiga sér að miklu leyti stað á samfélagsmiðlum en nýverið komst upp um rússneska útsendara sem stofnuðu gervifréttasíðu til að ná til vinstri sinnaðra kjósenda. Ritstjórar síðunnar voru ekki raunverulegir en raunverulegar manneskjur voru fengnar til að skrifa fyrir síðuna, undir fölskum forsendum. Þar voru starfsmenn rússnesku Netrannsóknastofnunina, eða Internet Research Agency. Það er rússneskt fyrirtæki sem meðal annars gerir einnig út tilbúin nettröll á samfélagsmiðlum og dreifir falsfréttum. Þessu lýstu starfsmenn IRA sem „upplýsingahernaði“ fyrir kosningarnar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag að úkraínski þingmaðurinn Andriy Derkach hefði verið settur á lista yfir aðila sem koma að kosningaafskiptum Rússa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Derkach hafi verið „útsendari“ Rússa í rúman áratug. Þrír starfsmenn IRA voru einnig settir á listann. Derkach rataði í fréttir vestanhafs í fyrra þegar hann hitti Rudy Giuliani, einkalögmann Trump. Þá lét þingmaðurinn Giuliani fá upplýsingar sem áttu að koma niður á Joe Biden. Þær upplýsingar sem Giuliani fékk hafa ekki reynst á rökum reistar. Here is President Trump's personal lawyer getting disinformation from a guy the Treasury Department calls "an active Russian agent." https://t.co/dkCrY4RSBi pic.twitter.com/rbX7EmAim5— Dan Friedman (@dfriedman33) September 10, 2020 Embættismenn í Bandaríkjunum hafa staðfest að afskiptum Rússa af kosningunum í nóvember sé ætlað að styðja Trump. Ríkisstjórn Trump hefur þó sömuleiðis haldið því fram að yfirvöld í Kína og Íran séu einnig að reyna að hafa afskipti af kosningunum og þau ríki styðji Biden. New York Times segir að starfsmenn Microsoft hafi einnig orðið varir við tölvuþrjóta frá Kína og Íran. Kínverjar eru þó sagðir beita sér meira gegn Demókrötum en Repúblikönum, sem er þvert á það sem Trump-liðar hafa haldið fram. Íranir hafa reynt árásir á tölvukerfi landsnefndar Repúblikana en án árangurs. Háttsetur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna kvartaði nýverið yfir því að honum hafi verið skipað að hætta að dreifa upplýsingum um kosningaafskipti Rússa, því það léti Trump líta illa út. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings eru að rannsaka Demókrata og Úkraínu. Demókratar segja þá vera að ýta undir áróður og samsæriskenningar frá Rússlandi. Demókratar hafa meðal annars sakað Repúblikana um að byggja rannsóknir sýnar á gögnum frá Derkach. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. Fyrirtækið heitir SKDKnickerbocker og á í nánu samstarfi við framboð Biden og aðra Demókrata og hefur komið að minnst sex forsetaframboðum. Tölvuþrjótarnir rússnesku eru sagðir hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins í tvo mánuði. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar sem hefur heimildir fyrir því að tölvuþrjótunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Stjórnvöld Rússlands hafa stutt framboð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með áróðri og öðrum aðferðum. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, segir í bloggfærslu að tölvuþrjótar hafi beint árásum sínum að 6.912 manns sem starfi hjá 28 stjórnmálastofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Engin árás virðist þó hafa heppnast hingað til. In recent weeks, we ve detected nation-state cyberattacks targeting people & organizations involved in the upcoming U.S. election. At Microsoft, we have & will continue to take action to help defend our democracy against these attacks. More in my blog: https://t.co/SdpkfCv6lL— Tom Burt (@TomBurt45) September 10, 2020 Eins og frægt er laumuðu sömu rússneskir tölvuþrjótar sér inn í tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Tölvupóstar landsnefndarinnar voru í kjölfarið birtir af Wikileaks. Afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningum í Bandaríkjunum eiga sér að miklu leyti stað á samfélagsmiðlum en nýverið komst upp um rússneska útsendara sem stofnuðu gervifréttasíðu til að ná til vinstri sinnaðra kjósenda. Ritstjórar síðunnar voru ekki raunverulegir en raunverulegar manneskjur voru fengnar til að skrifa fyrir síðuna, undir fölskum forsendum. Þar voru starfsmenn rússnesku Netrannsóknastofnunina, eða Internet Research Agency. Það er rússneskt fyrirtæki sem meðal annars gerir einnig út tilbúin nettröll á samfélagsmiðlum og dreifir falsfréttum. Þessu lýstu starfsmenn IRA sem „upplýsingahernaði“ fyrir kosningarnar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag að úkraínski þingmaðurinn Andriy Derkach hefði verið settur á lista yfir aðila sem koma að kosningaafskiptum Rússa. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að Derkach hafi verið „útsendari“ Rússa í rúman áratug. Þrír starfsmenn IRA voru einnig settir á listann. Derkach rataði í fréttir vestanhafs í fyrra þegar hann hitti Rudy Giuliani, einkalögmann Trump. Þá lét þingmaðurinn Giuliani fá upplýsingar sem áttu að koma niður á Joe Biden. Þær upplýsingar sem Giuliani fékk hafa ekki reynst á rökum reistar. Here is President Trump's personal lawyer getting disinformation from a guy the Treasury Department calls "an active Russian agent." https://t.co/dkCrY4RSBi pic.twitter.com/rbX7EmAim5— Dan Friedman (@dfriedman33) September 10, 2020 Embættismenn í Bandaríkjunum hafa staðfest að afskiptum Rússa af kosningunum í nóvember sé ætlað að styðja Trump. Ríkisstjórn Trump hefur þó sömuleiðis haldið því fram að yfirvöld í Kína og Íran séu einnig að reyna að hafa afskipti af kosningunum og þau ríki styðji Biden. New York Times segir að starfsmenn Microsoft hafi einnig orðið varir við tölvuþrjóta frá Kína og Íran. Kínverjar eru þó sagðir beita sér meira gegn Demókrötum en Repúblikönum, sem er þvert á það sem Trump-liðar hafa haldið fram. Íranir hafa reynt árásir á tölvukerfi landsnefndar Repúblikana en án árangurs. Háttsetur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna kvartaði nýverið yfir því að honum hafi verið skipað að hætta að dreifa upplýsingum um kosningaafskipti Rússa, því það léti Trump líta illa út. Repúblikanar á öldungadeild Bandaríkjaþings eru að rannsaka Demókrata og Úkraínu. Demókratar segja þá vera að ýta undir áróður og samsæriskenningar frá Rússlandi. Demókratar hafa meðal annars sakað Repúblikana um að byggja rannsóknir sýnar á gögnum frá Derkach.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump Tölvuárásir Tengdar fréttir Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52 Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25 Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05 Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Segist hafa gert lítið úr faraldrinum til að forðast „skelfingu“ Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst við því í gær að hann hefði vísvitandi gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum þegar hann byrjaði að dreifa úr sér um Bandaríkin í vetur en að það hafi hann gert til að forðast að valda „skelfingu“ 10. september 2020 11:52
Dómsmálaráðuneyti vill taka við vörn Trump gegn meiðyrðakæru Bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að taka við málsvörn Donalds Trump forseta í meiðyrðamáli konu gegn honum sem sakar hann um að hafa nauðgað sér á 10. áratugnum. 9. september 2020 14:25
Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Sérfræðingar eru byrjaðir að vara við því að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, gætu tekið miklum breytingum eftir kosninganóttina sjálfa. 4. september 2020 11:05
Biden mælist enn með töluvert forskot Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta. 3. september 2020 11:22