„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 17:09 Þessi mynd er tekin í University of Massachusetts Medical School fyrr í mánuðinum. Rannsakandinn tekur blóð úr sjálfboðaliða sem tekur þátt í rannsókn og þróun bóluefnis gegn Covid-19. Getty/Craig F. Walker Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum, og leggur áherslu á að öryggið sé algjört forgangsatriði þegar kemur að þróun og prófunum bóluefna. Rætt er við Farrar á vef Guardian en lyfjarisinn AstraZeneca hefur tímabundið frestað lokaprófunum á bóluefni eftir að einn þeirra sem tekið hafa þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað í hann. AstraZeneca hefur unnið að þróun efnisins í samstarfi við Oxford-háskóla á Englandi og hafa miklar vonir verið bundnar við að leyfi fengist fyrir bóluefninu fyrir árslok. Bóluefnið hafði þegar komist í gegnum tvö stig prófana en þriðja stigið, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, felst í prófunum á um þrjátíu þúsund sjálfboðaliðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Suður-Afríku og Brasilíu. Þróun bóluefna mjög áhættusamt ferli Farrar segir að þróun bóluefna sé mjög áhættusamt ferli og að ekki sé hægt að treysta á aðeins eitt bóluefni og þróun og tilraunir með því. Þá sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þótt öll bóluefnin sem séu í þróun komist á síðasta stig prófana þá sé ekki þar með sagt að þau muni öll koma á markað. Þá eigi ekkert land að gera ráð fyrir því að stjórnvöld þar geti keypt eins mikið af bóluefni og þau telji sig þurfa, án þess að hugsa um aðrar þjóðir heims. „Einhvers konar þjóðernishyggja þegar kemur að bóluefnum og bólusetningum hefur ekkert gildi. Það er ekki leiðin út úr faraldrinum og mun ekki hraða á hlutunum heldur í raun hægja á þeim. Og við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið, sem er öruggt og áhrifaríkt, mun koma,“ segir Farrar. Talsmaður AstraZeneca lagði áherslu á það í samtali við Guardian að óútskýrðu aukaverkanirnar hefðu aðeins komið fram hjá einum þátttakanda í rannsókninni. Þá væri það alvanalegt að prófunum á bóluefni væri frestað tímabundið. Óháðir aðilar hafa verið fengnir til þess að rannsaka hvort að aukaverkanirnar tengist bóluefninu eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira