Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2020 14:04 Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Loftbrú.is Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020 Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessa nýjung, sem heitir Loftbrú, á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins veitir Loftbrú 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Er veittur fullur afsláttur hvort sem valið er afsláttargjald eða fullt fargjald og getur hver einstaklingur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti verkefnið á fundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.Stjórnarráðið Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir tvo flugleggi, það er eina ferð til og frá Reykjavík. „Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum. Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins. Þá var opnuð sérstök upplýsingasíða verkefnisins, loftbru.is. Sigurður Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Loftbrú jafni aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni. Um sé að ræða eina af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hafi verið í: „Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en skoska leiðin hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Skoska leiðin var áherslumál Framsóknarflokksins í síðustu kosningum, er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, fór inn í samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 og samþykkt af Alþingi í júní 2020,“ segir Sigurður Ingi. Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa sem búa fjarri höfuðborginni og er ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur...Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Wednesday, September 9, 2020
Samgöngur Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira