Lýsa yfir óvissustigi eftir fágaða netárás á íslenskt fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2020 13:42 CERT-IS hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. Vísir/Getty CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi. Í tilkynningu á vef CERT-IS segir að íslenskt fyrirtæki hafi nýlega orðið fyrir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. Í þeim pósti hafi komið fram að mun stærri árás yrði gerð ef greiðsla bærist ekki fyrir tiltekinn tíma. „DDoS árásin sem íslenska fyrirtækið lenti í var stór, fáguð og stóð yfir í nokkuð langan tíma en þökk sé góðum vörnum og góðum verkferlum varð ekki sjáanlegt útfall á þjónustu fyrirtækisins,“ segir á vef CERT-IS. Þar segir enn fremur að DDoS (Distributed Denial-of-Service) sé tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð. Segir enn fremur að uppi séu vísbendingar um að hópurinn sem hótað hafi umræddri árás sé fær um að gera stóra netáras. Því sé ástæða til að taka hótunina alvarlega. „CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum. Þegar óvissustigi er lýst yfir eru haldnir reglulegir fundir milli lykilaðila og staðan metin á hverjum degi hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Óvissustig verður fellt niður þegar talið er að ekki verði frekari árásir gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir.“ Nánari upplýsingar má nálgast hér. Tölvuárásir Netglæpir Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
CERT-IS netöryggisveitin hefur lýst yfir óvissustigi fjarskiptageirans vegna yfirstandandi Rdos netárása á íslensk fyrirtæki. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er yfir slíku óvissustigi hér á landi. Í tilkynningu á vef CERT-IS segir að íslenskt fyrirtæki hafi nýlega orðið fyrir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. Í þeim pósti hafi komið fram að mun stærri árás yrði gerð ef greiðsla bærist ekki fyrir tiltekinn tíma. „DDoS árásin sem íslenska fyrirtækið lenti í var stór, fáguð og stóð yfir í nokkuð langan tíma en þökk sé góðum vörnum og góðum verkferlum varð ekki sjáanlegt útfall á þjónustu fyrirtækisins,“ segir á vef CERT-IS. Þar segir enn fremur að DDoS (Distributed Denial-of-Service) sé tegund af netárás þar sem einstaklingur eða hópur beinir mikilli netumferð inn á netlæga innviði fyrirtækis til að skerða afkastagetu. Umferðin er það mikil að netbúnaður hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notendur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúgunarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upphæð. Segir enn fremur að uppi séu vísbendingar um að hópurinn sem hótað hafi umræddri árás sé fær um að gera stóra netáras. Því sé ástæða til að taka hótunina alvarlega. „CERT-IS hefur virkjað óvissustig fjarskiptageirans samkvæmt viðbragðsáætlun og mun vera í reglulegu sambandi við helstu fjarskipta- og hýsingarfyrirtæki landsins til að miðla upplýsingum sem tengjast þessum árásum. Þegar óvissustigi er lýst yfir eru haldnir reglulegir fundir milli lykilaðila og staðan metin á hverjum degi hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Óvissustig verður fellt niður þegar talið er að ekki verði frekari árásir gerðar á íslensk fyrirtæki og stofnanir.“ Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Tölvuárásir Netglæpir Fjarskipti Netöryggi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira