Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 13:26 Sendiferðabíl með plakati þar sem framsali Assange til Bandaríkjanna var mótmælt var lagt fyrir utan Old Bailey-dómshúsið í London í dag. AP/Kirsty Wigglesworth Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan. Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag. Assange kallaði fram í fyrir lögmanni Bandaríkjastjórnar sem sækist eftir að fá hann framseldan frá Bretlandi. Réttarhöldin yfir Assange hófust upphaflega í febrúar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þeim var haldið áfram á mánudag. Bandaríkjastjórn sakar Assange um að hafa lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu alríkisstjórnarinnar og stela trúnaðarskjölum sem Wikileaks birti árin 2010 og 2011. Þegar lögmaður Bandaríkjastjórnar sagði vitni að hún falaðist eftir framsali Assange vegna þess að hann birti nöfn uppljóstrara, ekki vegna þess að hann hefði lekið skjölum kallaði Assange fram í fyrir honum. „Kjaftæði,“ heyrðist frá sakamannabekknum þar sem Assange situr, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Vanessa Baraitser, dómarinn í málinu, benti Assange þá á að hann ætti ekki að tala jafnvel þó að hann væri ósammála því sem kæmi fram. „Ef þú truflar réttarhöldin og truflar vitni sem er að bera fram sönnunargögn á viðeigandi hátt stendur það mér til boða að halda áfram að þér fjarstöddum,“ sagði Baraitser sem tók fram að henni hugnaðist sá möguleiki ekki og því varaði hún Assange við. Skjölin sem Wikileaks birti á sínum tíma komu meðal annars úr utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Fjölmiðlar víða um heim unnu upp úr gögnunum en Assange og Wikileaks birtu frumgögnin einnig. Bandaríkjastjórn segir að með því hafi Assange stefnt lífi uppljóstrara, andófsfólks og baráttufólks fyrir mannréttindum í fjölda ríkja í hættu, þar á meðal í Írak, Íran og Afganistan.
Bretland Bandaríkin WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50 Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. 7. september 2020 08:50
Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. 18. ágúst 2020 14:53