Fjögurra herbergja íbúðir með deilibílum og veislusal á 36,5 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 11:56 Vesturhlið fyrsta hússins sem verið er að reisa í þorpinu. Runólfur Ágústsson Framkvæmdir eru vel á veg komnar við nýtt smáíbúðahverfi í Gufunesi, þar sem kaupendum bjóðast fjögurra herbergja íbúðir á 36 og hálfa milljón króna. Hverfið, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. Þorpið í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum í þrjú ár en framkvæmdir hófust nú í maí. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnið í átaki borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. „Við hófum framkvæmdir núna í maí og byrjuðum að reisa þriðju hæðina í fyrsta húsinu í gær, sem eru 45 íbúðir sem verða afhentar 1. júní næstkomandi. Þær eru seldar. Við erum að hefja annan áfanga núna í október, 65 íbúðir, og þær íbúðir munu uppfylla skilyrði nýju laganna um hlutdeildarlán,“ sagði Runólfur Ágústsson, forsvarsmaður verkefnisins í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Teikning Yrki arkítekta af þorpinu. Íbúðirnar eru litlar og staðlaðar, settar saman úr verksmiðjuframleiddum einingum frá Borgarnesi. Þá eru húsgögn og frá IKEA og um hönnunina sjá Yrki arkítektar. „Og við skerum niður alla milliliði. Við seljum sjálf í staðinn fyrir að selja á fasteignasölu. Og þetta gerir það að verkum að við erum að skila fjögurra herbergja íbúð á 36 og hálfri milljón. Hún er 65 fermetrar en líka með mjög mikilli sameign þannig að hver einasti fermetri nýtist,“ segir Runólfur. Útsýni úr íbúð 109 á jarðhæð.Runólfur Ágústsson „Herbergin eru í þeirri stærð sem þau þurfa að vera. Barnaherbergin eru tæpir átta fermetrar, sem er það pláss sem þarf. […] Í staðinn fyrir það að ganga inn í hjónaherbergið með hefðbundnum hætti eru tvær rennihurðir hvor sínum megin við rúmið. Það eru sjötíu sentímetrar fyrir framan rúmið annars sem sparast. Sem þýðir að við getum stækkað alrýmið um sjötíu sentímetra.“ Runólfur segir að meðalaldur kaupenda í þorpinu sé 27-28 ár. Framkvæmdin er byggð á hugmyndinni um „þorp í borg“ en miðpunktur hverfisins er sameign, sem íbúar geta allir nýtt sér. Sjónsteypugafl rammar inn húsið, sem á eftir að mála.Runólfur ágústsson „Hverfið er byggt í kringum sólríkt torg. […] Þar er „coworking-space“ [vinnurými], fólk getur mætt þar á daginn og unnið, kaffihús, veislusalur. Þar er líka þvottahús þar sem fólk getur mætt í stórþvott. Og það er líka ofvaxið pósthús. Ekki bara póstkassar heldur líka hólf fyrir fólk fyrir aðkeyptan mat og vörur á netinu. Síðan fylgja deilibílar þessum íbúðum og grænmetisgarðar. Handan götunnar eru 20-40 fermetrar grænmetisgarðar sem íbúar hafa aðgengi að og þar má byggja létta gróðurskála og vermireit og svo framvegis,“ segir Runólfur. Viðtalið við Runólf má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Loftmynd yfir þorpið í Gufunesi. Teikningar af húsunum í þorpinu. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Framkvæmdir eru vel á veg komnar við nýtt smáíbúðahverfi í Gufunesi, þar sem kaupendum bjóðast fjögurra herbergja íbúðir á 36 og hálfa milljón króna. Hverfið, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. Þorpið í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum í þrjú ár en framkvæmdir hófust nú í maí. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnið í átaki borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. „Við hófum framkvæmdir núna í maí og byrjuðum að reisa þriðju hæðina í fyrsta húsinu í gær, sem eru 45 íbúðir sem verða afhentar 1. júní næstkomandi. Þær eru seldar. Við erum að hefja annan áfanga núna í október, 65 íbúðir, og þær íbúðir munu uppfylla skilyrði nýju laganna um hlutdeildarlán,“ sagði Runólfur Ágústsson, forsvarsmaður verkefnisins í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Teikning Yrki arkítekta af þorpinu. Íbúðirnar eru litlar og staðlaðar, settar saman úr verksmiðjuframleiddum einingum frá Borgarnesi. Þá eru húsgögn og frá IKEA og um hönnunina sjá Yrki arkítektar. „Og við skerum niður alla milliliði. Við seljum sjálf í staðinn fyrir að selja á fasteignasölu. Og þetta gerir það að verkum að við erum að skila fjögurra herbergja íbúð á 36 og hálfri milljón. Hún er 65 fermetrar en líka með mjög mikilli sameign þannig að hver einasti fermetri nýtist,“ segir Runólfur. Útsýni úr íbúð 109 á jarðhæð.Runólfur Ágústsson „Herbergin eru í þeirri stærð sem þau þurfa að vera. Barnaherbergin eru tæpir átta fermetrar, sem er það pláss sem þarf. […] Í staðinn fyrir það að ganga inn í hjónaherbergið með hefðbundnum hætti eru tvær rennihurðir hvor sínum megin við rúmið. Það eru sjötíu sentímetrar fyrir framan rúmið annars sem sparast. Sem þýðir að við getum stækkað alrýmið um sjötíu sentímetra.“ Runólfur segir að meðalaldur kaupenda í þorpinu sé 27-28 ár. Framkvæmdin er byggð á hugmyndinni um „þorp í borg“ en miðpunktur hverfisins er sameign, sem íbúar geta allir nýtt sér. Sjónsteypugafl rammar inn húsið, sem á eftir að mála.Runólfur ágústsson „Hverfið er byggt í kringum sólríkt torg. […] Þar er „coworking-space“ [vinnurými], fólk getur mætt þar á daginn og unnið, kaffihús, veislusalur. Þar er líka þvottahús þar sem fólk getur mætt í stórþvott. Og það er líka ofvaxið pósthús. Ekki bara póstkassar heldur líka hólf fyrir fólk fyrir aðkeyptan mat og vörur á netinu. Síðan fylgja deilibílar þessum íbúðum og grænmetisgarðar. Handan götunnar eru 20-40 fermetrar grænmetisgarðar sem íbúar hafa aðgengi að og þar má byggja létta gróðurskála og vermireit og svo framvegis,“ segir Runólfur. Viðtalið við Runólf má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Loftmynd yfir þorpið í Gufunesi. Teikningar af húsunum í þorpinu.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00
Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24
Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30