Segir yfirvöld vera að ná taki á faraldrinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:16 Þórólfur Guðnason þakkar aðgerðum innanlands og á landamærum að tekist hafi að sveigja hina víðfrægu kúrvu niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira