Segir yfirvöld vera að ná taki á faraldrinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:16 Þórólfur Guðnason þakkar aðgerðum innanlands og á landamærum að tekist hafi að sveigja hina víðfrægu kúrvu niður. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að yfirvöld hér séu að ná tökum á seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Tekist hafi að sveigja kúrvuna niður og því megi þakka þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér innanlands og á landamærum. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag hollt að muna að sú staða sem við erum í núna sé fyrst og fremst vegna þessara aðgerða. Því megi ekki gleyma. Auk þess megi skoða stöðuna í því ljósi að víða erlendis er verið að grípa til harðari aðgerða vegna þess að faraldurinn sé í aukningu. Innanlandssmitum hefur fækkað nokkuð að undanförnu. Ekkert smit mældist síðastliðinn sólarhring hér á landi en hefur verið á bilinu ekkert til sex smit undanfarnar vikur. Virk smit eru alls 76. Flestir sem eru að greinast eru í sóttkví, um 60 prósent í sóttkví í greiningu. Einn liggur inni á sjúkrahúsi vegna faraldursins. Þórólfur ítrekaði að ekkert benti til þess að veikindin sem fylgi veirunni nú séu eitthvað vægari en í fyrri bylgju. Það sé að koma í ljós að langtímaáhrif veirunnar séu mikil. Alvarleiki sé því ekki einungis mældur í fjölda þeirra sem hafa látist. Þórólfur telur líka að skilgreina þurfi hver sé ásættanlegur fjöldi sýkinga hér á landi, hvað sé ásættanlegt að margir leggist inn á sjúkrahús og hvað sé ásættanlegt að margir deyi ef ræða á um hvort hleypa eigi veirunni af stað í samfélaginu. Þetta séu erfiðar spurningar sem flestir treysti sér ef til vill ekki að svara.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira