Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 11:37 Þyrla býr sig undir að sleppa vatni yfir El Dorado-gróðureldinn í Yucaipa austan við Los Angeles í Kaliforníu. AP/Ringo H.W. Chiu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira