Vegagerðin hafnar lægsta tilboðinu í Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2020 22:15 Frá gatnamótum Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði. Hluti endurbóta vegarins í fyrsta áfanga er um Pennusneiðing og langleiðina að gatnamótunum. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vegagerðin hefur hafnað lægsta tilboði í endurbyggingu þjóðvegarins yfir Dynjandisheiði vegna reynsluleysis verktakans af stórverkum og þess í stað ákveðið að semja við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Uppbygging Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er risavaxið verkefni en Vegagerðin bauð út fyrsta áfangann í sumar, 5,7 kílómetra kafla í Arnarfirði, um Meðalnes nyrst við Dynjandisvog, og einnig 4,3 kílómetra kafla syðst ofan Flókalundar, um Þverdalsá og Pennusneiðing. Vegagerðin hefur núna ákveðið að hafna lægsta tilboðinu, sem var frá Borgarverki í Borgarnesi, upp á rúmar sautjánhundruð millónir króna, eða þrettán prósentum yfir liðlega fimmtánhundruð milljóna króna kostnaðaráætlun, og þess í stað ákveðið að semja við Íslenska aðalverktaka, sem buðu 25 milljónum hærra og áttu næstlægsta boð af fjórum. Fjögur tilboð bárust í verkið. Því lægsta, frá Borgarverki, hefur núna verið hafnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Samkvæmt upplýsingum Óskars Arnar Jónssonar, forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er ástæðan sú að Borgarverk stóðst ekki kröfur útboðsins um reynslu af stórum verkum. Kveðst Óskar reikna með að samningar við Íslenska aðalverkaka verði kláraðir í næstu viku. Borgarverk fékk hins vegar í sárabætur sjö kílómetra kafla í Gufufirði, átti þar lægsta og raunar eina tilboðið, upp á 305 milljónir króna, og þótti því hafa næga reynslu til að takast á við fyrsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Alla þessa vegarkafla á að vinna rösklega, framkvæmdir fara á fullt í haust, og eiga þeir vera tilbúnir innan árs með bundnu slitlagi. Með því bætast við 17 kílómetrar af malbiki á suðurleiðinni til Ísafjarðar, ofan á 27 kílómetra styttingu sem fæst í haust með opnun Dýrafjarðarganga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Teigsskógur Tengdar fréttir Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58