Gamli söngurinn farinn að hljóma á ný Drífa Snædal skrifar 4. september 2020 13:00 Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun