Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2020 14:48 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það. Hann telur gögnin sýna að smitum myndi fjölga innanlands ef slakað yrði á skimun og sóttvörnum á landamærum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna Covid-19 í dag. Þar sagðist Þórólfur vera að vinna í nýju minnisblaði ráðherra varðandi tillögur um skimanir og sóttvarnir á landamærunum, þar sem þær aðgerðir sem þar er í gildi renna út 15. september næstkomandi. Eins og kunnugt er þurfa allir sem koma hingað til lands að velja á milli 14 daga sóttkví eða fara í tvær skimanir með fimm daga millibili. Þórólfur var spurður hvort að hann myndi leggja til einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi. Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Einar „Ég á svo sem ekki von á neinum grundvallarbreytingum með það. Mín afstaða hefur svo verið ljós mjög lengi með landamærin. Ég hef gefið stjórnvöldum nokkra möguleika og bent á nokkrar hættur varðandi sóttvarnir og hvað ég tel öruggustu leiðina varðandi sóttvarnir. Síðan eru það náttúrulega stjórnvalda og meta það í ljósi annarra hagsmuna og hluta og ákveða í framhaldi af því. Þannig hef ég lagt upp þetta til þessa. Ég býst ekki við því að það verði nein grundvallarbreyting af minni hálfu hvað það varðar,“ sagði Þórólfur. Eins og að fara yfir stórfljót Þá var hann einnig spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af stöðu mála á landamærunum en fyrr á fundinum hafði Þórólfur greint frá því að hlutfallslega færi jákvæðum sýnum fjölgandi á landamærunum. „Það fer alltaf eftir því hvaða fyrirkomulag er á skimunum hvort ég hafi áhyggjur. Ef við gerum lítið sem ekki neitt þá hef ég áhyggjur vitandi það að þetta er að aukast hlutfallslega.“ Minntist hann á að frá því að sýnatakan var tekin upp á landamærunum og til 19. ágúst hefðu 0,04 prósent af öllum sýnum reynst jákvæð. „Eftir nítjánda þá eru þau 0,3 prósent. Þau hafa tífaldast hlutfallslega. Þannig að ég hef vissar áhyggjur af því ef að þessi þróun heldur áfram og við gerum kannski lítið og slökum á skimunum þá fáum við fleiri smit hingað inn. Mér sýnist gögnin sýna það óyggjandi,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvenær væri hægt að slaka á aðgerðum á landamærunum. „Ég held að það væri mjög óvarlegt að segja eitthvað til um það. Ég hef sagt áður að ég held að það sé óvarlegt að slaka á báðum vígstöðvum og á landamærum samtímis. Ef maður á að velja á milli held ég að það sé skynsamlegra að byrja hér innanlands. Síðan verðum við bara að feta okkur áfram. Þetta er eins og að fara yfir stórfljót. Við verðum að fara varlega og sjá hvert skref leiðir okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Norræna Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira