Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 13:28 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Sjá meira
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50