Varnartilþrif Hardens vógu þungt og Butler sýndi stáltaugar á vítalínunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 08:00 James Harden fagnar eftir nauman sigur Houston Rockets á Oklahoma City Thunder í oddaleik. getty/Mike Ehrmann Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Leikir næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta voru æsispennandi og unnust báðir með aðeins tveimur stigum. Houston Rockets tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á Oklahoma City Thunder í oddaleik, 104-102. Þá komst Miami Heat í 2-0 í einvíginu gegn Milwaukee Bucks í undanúrslitum Austurdeildarinnar með 114-116 sigri í leik liðanna í nótt. James Harden hitti illa fyrir Houston en reyndist hetja liðsins þegar hann varði þriggja stiga skot Lus Dort þegar tæpar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. James Harden's denial WINS the series for Houston pic.twitter.com/rFnlh2aFJ2— NBA (@NBA) September 3, 2020 Harden skilaði sautján stigum en hitti aðeins úr fjórum af fimmtán skotum sínum utan af velli. Robert Covington var stigahæstur í liði Houston með 21 stig. Russell Westbrook skoraði 20 stig gegn sínu gamla liði. Houston mætir Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. @Holla_At_Rob33 DOES IT ALL in GAME 7!21 PTS | 10 REB | 3 STL | 3 BLK | 6 3PMHOU/LAL Game 1: Fri. (9/4) - 9pm/et, ESPN pic.twitter.com/bpAEtiMxHr— NBA (@NBA) September 3, 2020 Dort skoraði 30 stig fyrir Oklahoma sem er persónulegt met hjá honum. Chris Paul og Shai Gilgeous-Alexander skoruðu nítján stig hvor. Paul tók einnig ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Jimmy Butler tryggði Miami sigur á Milwaukee með því að setja niður tvö vítaskot eftir að leiktíminn var runninn út. Miami er því komið í 2-0 í einvíginu gegn liðinu sem var með besta árangur allra liða í deildarkeppninni. Miami var sex stigum yfir þegar 27 sekúndur voru eftir en glutraði forystunni niður. Það kom þó ekki að sök. Giannis Antetokounmpo braut á Butler undir blálokin og sá síðarnefndi kláraði leikinn á vítalínunni. Jimmy Butler comes up CLUTCH at the line, putting the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3 Fri. (9/4) at 6:30pm/et on TNT pic.twitter.com/CqJDwzVjuw— NBA (@NBA) September 3, 2020 Goran Dragic skoraði 23 stig fyrir Miami og Tyler Herro sautján. Butler skoraði þrettán stig en hann tók aðeins átta skot í leiknum. Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 29 stig. Hann tók einnig fjórtán fráköst. Khris Middleton skoraði 23 stig og gaf átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira