Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 15:35 Stuðningsmenn Alexei Navalny eru sannfærðir um að Vladimir Putin Rússlandsforseti hafi skipað að eitrað yrði fyrir andstæðingi hans. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. Eins og greint var frá í dag er það niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda að eitrað hafi verið fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Reuters greinir frá því að saksóknarar í Rússlandi hafi óskað eftir því að dómsmálaráðuneyti Þýskalands láti þeim í té upplýsingar um niðurstöður eitureifnaprófana sem gerðar voru á Navalny í Þýskalandi. Þá vilja þeir einnig frá blóðsýni, hársýni, þvagsýni, naglasýni og munnvatnssýni úr Navalny send frá Þýskalandi til Rússlands. Saksóknarar heita því að farið verði með allar upplýsingar sem berist frá Þýskalandi sem trúnaðarmál og að þær verði aðeins nýttar við rannsókn málsins. Saksóknarar í Rússlandi hafa áður sagt að þeir telji enga þörf á því að rannsaka málið sem glæp þar sem engar vísbendingar hafi verið um að glæpur hafi verið framinn. Segjast þeir hafa rannsakað meira en 100 hluti í tengslum við málið, skoðað upptökur frá eftirlitsmyndavélum og pantað yfir tuttugu réttarmeinafræðilegar rannsóknir, án þess að neitt hafi bent til þess að glæpur hafi verið framin. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. Eins og greint var frá í dag er það niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda að eitrað hafi verið fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Reuters greinir frá því að saksóknarar í Rússlandi hafi óskað eftir því að dómsmálaráðuneyti Þýskalands láti þeim í té upplýsingar um niðurstöður eitureifnaprófana sem gerðar voru á Navalny í Þýskalandi. Þá vilja þeir einnig frá blóðsýni, hársýni, þvagsýni, naglasýni og munnvatnssýni úr Navalny send frá Þýskalandi til Rússlands. Saksóknarar heita því að farið verði með allar upplýsingar sem berist frá Þýskalandi sem trúnaðarmál og að þær verði aðeins nýttar við rannsókn málsins. Saksóknarar í Rússlandi hafa áður sagt að þeir telji enga þörf á því að rannsaka málið sem glæp þar sem engar vísbendingar hafi verið um að glæpur hafi verið framinn. Segjast þeir hafa rannsakað meira en 100 hluti í tengslum við málið, skoðað upptökur frá eftirlitsmyndavélum og pantað yfir tuttugu réttarmeinafræðilegar rannsóknir, án þess að neitt hafi bent til þess að glæpur hafi verið framin. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28