Denver fullkomnaði endurkomuna með því að vinna oddaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2020 08:03 Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver Nuggets gegn Utah Jazz. getty/Mike Ehrmann Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján. NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Denver Nuggets er komið í undanúrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Utah Jazz í nótt, 80-78. Denver lenti 3-1 undir í einvíginu en vann síðustu þrjá leikina og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir Los Angeles Clippers. Denver er aðeins tólfta liðið í sögu NBA og það fyrsta í fjögur ár sem kemst áfram þrátt fyrir að lenda 3-1 undir í einvígi. Nikola Jokic skoraði sigurkörfu Denver. Utah fékk tækifæri til að vinna leikinn í lokasókn sinni en skot Mikes Conley geigaði. The THRILLING FINISH to Game 7!@nuggets win the series 4-3 and advance to play the Clippers in the West semis! #NBAPlayoffs pic.twitter.com/6AkuYn9EaV— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jokic skoraði 30 stig og tók fjórtán fráköst. Eftir þrjá stórkostlega leiki í röð var Jamal Murray nokkuð rólegur í nótt og lét sautján stig duga. Donovan Mitchell, sem fór á kostum í einvíginu líkt og Murray, var stigahæstur í liði Utah með 22 stig. Rudy Gobert skoraði nítján stig og tók átján fráköst. Boston Celtics er komið í 2-0 í einvíginu gegn Toronto Raptors í undanúrslitum Austurdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna, 99-102. Boston var mun sterkari í 4. leikhlutanum sem liðið vann, 32-21. Marcus Smart fór þá mikinn og skoraði sextán af nítján stigum sínum og setti niður fimm þriggja stiga skot. @smart_MS3 (19 PTS) goes for 16 PTS, 5 3PM in the 4th to put the @celtics up 2-0 on Toronto! #NBAPlayoffs Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/yKdszTlHdD— NBA (@NBA) September 2, 2020 Jayson Tatum var stigahæstur í liði Boston með 34 stig. Kemba Walker var einnig öflugur og skoraði ellefu af síðustu sextán stigum Boston. Tatum drops 34 @jaytatum0's #NBAPlayoffs career-high 34 PTS propel the @celtics to a 2-0 series lead! Game 3: Thurs. (9/3) - 6:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WKwjKIaJhT— NBA (@NBA) September 2, 2020 Meistarar Toronto náðu tólf stiga forskoti í 3. leikhluta en glutruðu því niður í þeim fjórða. Liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum gegn Boston á tímabilinu. OG Anuoby skoraði 20 stig fyrir Toronto og Fred VanVleet nítján.
NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira