Alræmdur „félagi Duch“ látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2020 07:14 Duch var fangelsisstjóri í hinu alræmda Tuol Sleng fangelsi. AP Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð. Kambódía Andlát Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð.
Kambódía Andlát Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira