Hrækt að ráðherra og ráðist að kynhneigð hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2020 23:37 Jens Spahn er heilbrigðisráðherra Þýskalands. EPA/SASCHA STEINBACH Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Mótmælin sneru að aðgerðum stjórnvalda til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar, sem mótmælendur telja skerða frelsi sitt. Þá hræktu einhverjir mótmælendur í átt að ráðherranum. Mótmælendur höfðu safnast saman skammt frá viðburði sem skipulagður hafði verið í aðdraganda kosninga í sambandslandinu, að því er fram kemur á vef Guardian. Þar var sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda mótmælt. Ráðherrann er þá sagður hafa farið til mótmælendanna til þess að ræða við þá. Mótmælendur voru þó ekki mjög viðræðufúsir og í stað þess að ræða við ráðherrann var fúkyrðum hreytt í hann og hrækt var í áttina að honum. Honum var sagt að „skammast sín“ og „hypja sig,“ auk þess sem einhverjir mótmælendur reyndu að koma höggi á Spahn með því að minnast á kynhneigð hans. Spahn er samkynhneigður en mótmælendur kölluðu hann meðal annars „samkynhneigt svín.“ Að neðan má sjá myndband af samskiptum ráðherrans við mótmælendur. Mótmælendur í minnihluta Spahn var á mælendaskrá á öðrum viðburði í Bottrop í kvöld, en þýskir staðarmiðlar greina frá því að þar hafi andrúmsloftið svipað til atburðarins sem fjallað var um hér að ofan. Þar gagnrýndi ráðherrann fólk sem kýs að „halda sig í sinni Facebook og WhatsApp-veröld, gerast árásargjarnara og hætta að leitast við að eiga samskipti við fólk á öðrum skoðunum.“ Vinsældir Spahn í Þýskalandi hafa þrátt fyrir allt ofangreint farið vaxandi í Þýskalandi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Hann er þó illa liðinn meðal þeirra sem standa gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda og þeirra sem telja að kórónuveiran sé ekki jafn skaðleg og hún er. Um helgina fóru fram fjölmenn mótmæli í Berlín þar sem sóttvarnaaðgerðum þýskra stjórnvalda var mótmælt. Hluti mótmælenda braut sér þá leið inn í þinghúsið. Það gerðu þeir eftir að sá orðrómur tók að kvisast út á meðal þeirra að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði flogið til Þýskalands til að sýna málstað þeirra stuðning. Það hafði hann hins vegar ekki gert. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna þá fram á að mótmælendurnir, sem voru um 30.000 í Berlín um helgina, tilheyri minnihlutahópi ef litið er á þýsku þjóðina í heild. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem þýski fjölmiðillinn ZDF birti á föstudag telja 10 prósent þeirra sem tóku þátt að stjórnvöld geri of mikið til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá telja um 60 prósent að aðgerðir stjórnvalda séu hæfilegar, en 28 prósent telja ekki nógu langt gengið í baráttunni við faraldurinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Tengdar fréttir Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þúsundir mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda Mikill fjöldi fólks kom saman í mótmælagöngu í Berlín í Þýskalandi í dag. 29. ágúst 2020 15:58