Vilja að þingmenn upplýsi um vildarpunktastöðu sína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 15:14 Þétt setinn salur Alþingis. Þessa dagana er betur dreift úr þingmönnum til að halda uppi fjarlægðartakmörkunum. Vísir/Vilhelm Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins, þar á meðal vildarpunktastöðu þeirra hjá flugfélaginu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpi fjármálaráðherra um fjáraukalög 2020, sem nær til hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgð. Samtökin berjast að sögn formannsins fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé. Samtökin voru ekki á meðal þeirra félaga eða stofnana sem fengu umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins, en hver sem getur sent inn umsagnir um þingmál. Lítil flugumferð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að um 500-1000 manns færu um flugvöllinn á degi hverjum þessa dagana.Vísir/Vilhelm Í umsögninni kemur fram að samtökin leggist alfarið gegn því að íslenska ríkið ábyrgist umrædda lánalínu, engan veginn sé búið að skoða með hvaða öðrum, og mögulega ódýrari hætti, sé hægt tryggja flugsamgöngur til og frá Íslandi, muni hinn frjálsi markaður ekki sjá um slíkt, líkt og það er orðað í umsögninni. Þar kemur einnig fram að ekki sé verið að gera lítið úr mikilvægi Icelandair fyrir íslenska ferðaþjónustu, en að ekki sé þörf á því að flýta för hvað varðar ríkisábyrgð. „Þá gera Samtök skattgreiðenda þá kröfu til þingmanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar persónulega hagsmuni af því að verja Icelandair falli,“ segir orðrétt í umsöginni. Er þess óskað að þingmenn upplýsti hvort að þeir, makar þeirra eða aðrir nákomnir eigi einhverja hagsmuni að gæta að verja Icelandair falli vegna fríðina sem þeir kunni að njóta hjá félaginu. Því óska samtökin eftir því að hver þingmaður upplýsi um hver sé staða þeirra í vildar- og ferðapunktum, hvort viðkomandi sé silfur- eða gullkortshafi í Vildarklúbbi Icelandair og hvort viðkomandi sé handhafi hlutafjár í Icelandair. Vilja samtökin að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið, en Alþingi þarf að samþykkja að veita Icelandair Group ríkisábyrgð. Þannig megi koma í veg fyrir „eftiráspeki og gagnrýni“ í þeim efnum. Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins, þar á meðal vildarpunktastöðu þeirra hjá flugfélaginu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn félagsins við frumvarpi fjármálaráðherra um fjáraukalög 2020, sem nær til hinnar fyrirhuguðu ríkisábyrgð. Samtökin berjast að sögn formannsins fyrir skattalækkunum og betri meðferðar á skattfé. Samtökin voru ekki á meðal þeirra félaga eða stofnana sem fengu umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins, en hver sem getur sent inn umsagnir um þingmál. Lítil flugumferð hefur verið á Keflavíkurflugvelli undanfarið. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í gær að um 500-1000 manns færu um flugvöllinn á degi hverjum þessa dagana.Vísir/Vilhelm Í umsögninni kemur fram að samtökin leggist alfarið gegn því að íslenska ríkið ábyrgist umrædda lánalínu, engan veginn sé búið að skoða með hvaða öðrum, og mögulega ódýrari hætti, sé hægt tryggja flugsamgöngur til og frá Íslandi, muni hinn frjálsi markaður ekki sjá um slíkt, líkt og það er orðað í umsögninni. Þar kemur einnig fram að ekki sé verið að gera lítið úr mikilvægi Icelandair fyrir íslenska ferðaþjónustu, en að ekki sé þörf á því að flýta för hvað varðar ríkisábyrgð. „Þá gera Samtök skattgreiðenda þá kröfu til þingmanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum hvað varðar persónulega hagsmuni af því að verja Icelandair falli,“ segir orðrétt í umsöginni. Er þess óskað að þingmenn upplýsti hvort að þeir, makar þeirra eða aðrir nákomnir eigi einhverja hagsmuni að gæta að verja Icelandair falli vegna fríðina sem þeir kunni að njóta hjá félaginu. Því óska samtökin eftir því að hver þingmaður upplýsi um hver sé staða þeirra í vildar- og ferðapunktum, hvort viðkomandi sé silfur- eða gullkortshafi í Vildarklúbbi Icelandair og hvort viðkomandi sé handhafi hlutafjár í Icelandair. Vilja samtökin að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en atkvæði verða greidd um frumvarpið, en Alþingi þarf að samþykkja að veita Icelandair Group ríkisábyrgð. Þannig megi koma í veg fyrir „eftiráspeki og gagnrýni“ í þeim efnum.
Alþingi Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14