Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 12:13 Forstjóri Play segir það skekkja samkeppni á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair aðstoð með ábyrgð á lánum upp á allt að 15 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Forstjóri flugfélagsins Play gerir miklar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðhera um ríkisábyrgð á lánalínum fyrir Icelandair. Ábyrgðin feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og skekki samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Ellefu umsagnir hafa borist til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga, þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð að verðmæti allt að 15 milljarða til Icelandair Group. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki gera athugasemdir við að veitt verði ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair Group en ekki einungis til flugfélagsins Icelandair. Því Icelandair Group eigi einnig dótturfélög í innanlandsflugi, vöruflutningum sem og ferðaskrifstofurekstri. Ferðavefurinn Túristi vekur athygli á að Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar sem styðja frumvarpið hafi breytt áliti sínu og bætt inn eftirfarandi fyrirvara: „Fjárlaganefnd ætti að skoða hvort rétt sé að ábyrgðinni fylgi þaðskilyrði að húnsé nýtt íflugrekstri einvörðungu, t.d.með lánveitingu til Icelandair ehf., ekki Icelandair Group." Í áliti flugfélagsins Play, sem enn hefur ekki hafið starfsemi, er tekið undir þetta og síðan gerðar alvarlegar athugasemdir við málið í heild sinni. Í umsögn félagsins sem Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins skrifar undir er meðal annars bent á að gjaldið fyrir ríkisábyrgðina sé lægra en gert sé ráð fyrir í viðmiðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Arnar Már Magnússon segir ríkið ætla að taka lægra gjald fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair en viðmiðanir Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins geri ráð fyrir og það sem tíðkist á almennum markaði.Vísir/Vilhelm „Þetta gjald er hærra bæði á almennum markaði og hvernig það hefur tíðkast erlendis í gegnum þessi neyðarlán. Við teljum þetta gjald einfaldlega of lágt,” segir Arnar Már. Með því felist of mikill vilji stjórnvalda til ívilnunar. Almennt leggist Play gegn ríkisaðstoð við Icelandair. „Við teljum að flugmarkaðurinn eins og aðrir markaðir eigi að vera markaður án ríkisíhlutunar eða ívilnunar. Teljum að það eigi við um flugmarkaðinn sem og aðra markaði,” segir forstjóri Play. Kórónufaraldurinn hefur seinkað áformum Play um að hefja starfsemi en fari illa fyrir Icelandair flugfélaginu segir Arnar Már flugfélagið með allt tilbúið. „Hundrað prósent. Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í uppbyggingu félagsins undanfarna mánuði og höfum þurft að fresta fyrsta flugi sökum covid. En við erum hundrað prósent tilbúin og getum stigið hratt inn. Með frábæran flota af nýjum Airbus flugvélum sem henta gríðarlega vel inn í leiðarkerfið. Eru hagkvæmar og sparsamar á sama tíma,” segir Arnar Már Magnússon. Icelandair Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Play Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play gerir miklar athugasemdir við frumvarp fjármálaráðhera um ríkisábyrgð á lánalínum fyrir Icelandair. Ábyrgðin feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og skekki samkeppnisstöðu á flugmarkaði. Ellefu umsagnir hafa borist til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga, þar sem gert er ráð fyrir ríkisábyrgð að verðmæti allt að 15 milljarða til Icelandair Group. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki gera athugasemdir við að veitt verði ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair Group en ekki einungis til flugfélagsins Icelandair. Því Icelandair Group eigi einnig dótturfélög í innanlandsflugi, vöruflutningum sem og ferðaskrifstofurekstri. Ferðavefurinn Túristi vekur athygli á að Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar sem styðja frumvarpið hafi breytt áliti sínu og bætt inn eftirfarandi fyrirvara: „Fjárlaganefnd ætti að skoða hvort rétt sé að ábyrgðinni fylgi þaðskilyrði að húnsé nýtt íflugrekstri einvörðungu, t.d.með lánveitingu til Icelandair ehf., ekki Icelandair Group." Í áliti flugfélagsins Play, sem enn hefur ekki hafið starfsemi, er tekið undir þetta og síðan gerðar alvarlegar athugasemdir við málið í heild sinni. Í umsögn félagsins sem Arnar Már Magnússon forstjóri félagsins skrifar undir er meðal annars bent á að gjaldið fyrir ríkisábyrgðina sé lægra en gert sé ráð fyrir í viðmiðunum Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Arnar Már Magnússon segir ríkið ætla að taka lægra gjald fyrir ríkisábyrgðina á lánum til Icelandair en viðmiðanir Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins geri ráð fyrir og það sem tíðkist á almennum markaði.Vísir/Vilhelm „Þetta gjald er hærra bæði á almennum markaði og hvernig það hefur tíðkast erlendis í gegnum þessi neyðarlán. Við teljum þetta gjald einfaldlega of lágt,” segir Arnar Már. Með því felist of mikill vilji stjórnvalda til ívilnunar. Almennt leggist Play gegn ríkisaðstoð við Icelandair. „Við teljum að flugmarkaðurinn eins og aðrir markaðir eigi að vera markaður án ríkisíhlutunar eða ívilnunar. Teljum að það eigi við um flugmarkaðinn sem og aðra markaði,” segir forstjóri Play. Kórónufaraldurinn hefur seinkað áformum Play um að hefja starfsemi en fari illa fyrir Icelandair flugfélaginu segir Arnar Már flugfélagið með allt tilbúið. „Hundrað prósent. Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í uppbyggingu félagsins undanfarna mánuði og höfum þurft að fresta fyrsta flugi sökum covid. En við erum hundrað prósent tilbúin og getum stigið hratt inn. Með frábæran flota af nýjum Airbus flugvélum sem henta gríðarlega vel inn í leiðarkerfið. Eru hagkvæmar og sparsamar á sama tíma,” segir Arnar Már Magnússon.
Icelandair Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Play Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49 Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53 Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Ekki óskað eftir umsögnum keppinauta Icelandair Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn alls átján aðila á frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á fimmtán milljarða láni til Icelandair Group. Hvorki var óskað eftir umsögn frá Samkeppniseftirlitinu eða samkeppnisaðilum Icelandair. 30. ágúst 2020 17:49
Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. 26. ágúst 2020 14:53
Ríkið fær veð í vörumerki og lendingarheimildum Icelandair gangi félagið á ríkisábyrgðina Fari svo að Icelandair þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. 25. ágúst 2020 19:14