Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Mustapha Adib, sem tilnefndur hefur verið til embættis forsætisráðherra Líbanon. Getty/Pool/LEBANESE PRESIDENCY Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30
Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent