Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:30 Mustapha Adib (t.v.) er sendiherra Líbanon í Þýskalandi. Hann er talinn líklegur til þess að taka við Hassan Diab (t.h.) sem sleit ríkisstjórninni fyrr í mánuðinum. EPA/AP Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Sjá meira
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent