Velferðarkerfið er öryggisnet sem á að grípa fólk Drífa Snædal skrifar 28. ágúst 2020 14:43 Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar