Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 13:57 Alexei Navalny er í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. AP/Pavel Golovkin Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09