Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 13:57 Alexei Navalny er í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. AP/Pavel Golovkin Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09