Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 12:42 Tómar hillur í verslun Tesco í London á föstudag. Verslunareigendur líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk til að róa sig. AP/Alberto Pezzali Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56