Særði blygðunarkennd dóttur sinnar og tveggja vinkvenna hennar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum fyrir að sært blygðunarkennd dóttur hans og tveggja vinkvenna hennar. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var hún átta til níu ára gömul. Þá var hann ákærður fyrir að hafa í eitt sin á árinu 2018 sært blygðunarkennd vinkonu dóttur hans, sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman. Að auki var hann ákærður fyrir að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd annarrar vinkonu dóttur hans, dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar. Játaði sök að hluta Maðurinn játaði seinni tvo hluta ákærunnar en neitaði að hafa sært blygðunarkennd dóttur hans, þó að hann hafi viðurkennt að sú háttsemi sem honum var gefið að sök hafi átt sér stað. Vildi hann meina að dóttir hans hafi alltaf viljað sofa í rúminu hans, en hann sofi alltaf nakinn þar sem hann sé mjög heitfengur. Hann hefði yfirleitt haldið utan um dóttur sína og kúrt með hana. Hún hefði ekki talað um að það væri óþægilegt fyrr en eftir upphaf þessa máls. Hann kvaðst telja að barnið þyrfti að ákveða hvar mörkin væru og við hvaða aldur þetta væri orðið óviðeigandi. Þá hefði hann farið með henni í bað um það bil fjórum eða fimm sinnum árin 2017 og 2018. Hún hefði beðið um að fá að fara með honum í bað þegar hann hefði farið og það væri hennar að ákveða það sjálf. Ekkert kynferðislegt hefði verið við háttsemi hans og hann hefði aldrei upplifað að brotaþola liði ekki vel. Þá væri hann ekki haldinn barnagirnd. Ekki á færi barna að setja fullorðnum mörk að mati héraðsdóms Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sú háttsemi mannsins, sem hann hafi sjálfur viðurkennt, að liggja nakinn í rúminu og halda utan um brotaþola væri hlutlægt séð af kynferðislegum toga og til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Framburður dóttur hans hafi jafnframt bent til þess að svo hafi í raun verið. Það sé ekki á færi barna að setja fullorðnu fólki mörk í slíkum efnum. Maðurinn var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem sneri að baðferðunum, en í niðurstöðu héraðsdóms segir að þó það sé megi telja það vart við hæfi að foreldri fari í bað með barni sínu á þessum aldri þyki varhugavert að fullyrða að það eitt út af fyrir sig brjóti gegn almennum hegningarlögum. Var maðurinn dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorði næstu tvö árin. Þá þarf hann jafnframt að greiða dóttur sinni 700 þúsund krónur, auk þess sem að vinkonur hennar fá 500 þúsund krónur hvor.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira