Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 16:30 Leikmenn Dunajská Streda á Keflavíkurflugvelli í gær. mynd/dac1904.sk Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00
Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19