Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 09:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins síðastliðin átta ár. VÍSIR/VILHELM Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út sérstakar reglur vegna kórónuveirufaraldursins, varðandi leiki í Þjóðadeild UEFA í september. Ísland á þá að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu á útivelli 8. september. Í nýju reglunum er veitt tímabundin undanþága frá því að landslið eigi alltaf rétt á að kalla til sín leikmenn í verkefni á alþjóðlegum leikdögum. Undanþágan er veitt í þeim tilfellum þar sem að landsliðsverkefni felur í sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví við komu til lands sem spilað er í, eða við komuna til landsins sem félagslið leikmanns er staðsett í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sambandið hefði fengið dreifibréf frá FIFA varðandi málið. Verið væri að fara yfir stöðuna og meta næstu skref. Tilkynnt verður um val á íslenska landsliðshópnum á föstudaginn. Í sóttkví við heimkomu frá Belgíu Á Íslandi eru einmitt í gildi reglur um fimm daga sóttkví við komu frá útlöndum. Þær bitna þó reyndar ekki að fullu á enska landsliðinu og þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem búa erlendis. Þeir verða lokaðir af á hótelum en fá að æfa og spila leikinn, á forsendum reglna um vinnusóttkví, áður en íslenski hópurinn heldur til Belgíu og sá enski til Danmerkur. Félagslið þeirra geta því ekki bannað þeim að koma til Íslands, nema í þeim tilfellum þar sem þeirra bíður sóttkví við komuna aftur heim. Það er hins vegar ljóst að þeir landsliðsmenn sem búa hér á landi og snúa heim frá útlöndum þurfa að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví. Þetta á til dæmis við um Hannes og Kára, haldi þeir sætum sínum í landsliðshópnum sem valinn verður á föstudag, og gæti einnig átt við um Valsarann Birki Má Sævarsson og fleiri leikmenn. Til að nýju FIFA-reglurnar næðu ekki til þeirra þyrftu þeir að njóta undanþágu frá sóttkví. Kári Árnason meiddist í leik með Víkingi í lok júlí en ætti að vera að komast í gang.VÍSIR/DANÍEL Og það væri svo sem ekki óeðlilegt að Valur og Víkingur vildu halda leikmönnunum hjá sér. Valur á bikarleik við HK 10. september og þá eiga Valur og Víkingur að mætast í deildarleik 13. september, þegar Kári og Hannes væru sjálfsagt enn í sóttkví færu þeir til Belgíu. Þeir væru þá auk þess ekki búnir að æfa með sínum liðum í tvær vikur. Mögulega gætu landsliðsmenn sem búa hér á landi verið í hópnum sem mætir Englandi hér á landi en verið meinað að fara í útileikinn við Belga með tilheyrandi sóttkví við heimkomuna til Íslands. FH í svipaðri stöðu varðandi Gunnar Að sama skapi gæti Valur bannað Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnúsi Egilssyni að fara til Andorra með færeyska landsliðinu, sem og FH bannað markverðinum Gunnari Nielsen að fara í sömu ferð, vegna sóttkvíar sem þeir þyrftu að fara í við komuna til Íslands. FH á bikarleik við Stjörnuna 10. september. Samkvæmt reglum KSÍ þurfa að lágmarki fimm leikmenn frá sama liði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá leikjum frestað á slíkum forsendum. Gunnar Nielsen er markvörður FH og Færeyja.VÍSIR/HAG Gæti haft áhrif á kvennalandsliðið fyrir Svíaleikinn Reglurnar ná einnig til kvennalandsliðsins vegna leikjanna mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM 17. og 22. september. Óljóst er hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá en þar sem leikirnir eru báðir á Laugardalsvelli snýst spurningin um það hvort að þær landsliðskonur sem leika erlendis þyrftu að fara í fimm daga sóttkví við heimkomu eftir Íslandsför. Ef svo væri ættu félagslið þeirra rétt á að meina þeim að taka þátt í leikjunum. Sem stendur er ekki krafa um sóttkví þegar Íslendingar koma til Frakklands, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði býr, eða Svíþjóðar og Þýskalands þar sem íslenskar landsliðskonur leika einnig. Sara Björk Gunnarsdóttir er þessa dagana á Spáni vegna lokakaflans í Meistaradeild Evrópu en býr í Frakklandi eftir að hafa samið við Lyon.VÍSIR/BÁRA Valur Víkingur Reykjavík KSÍ Íslenski boltinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur gefið út sérstakar reglur vegna kórónuveirufaraldursins, varðandi leiki í Þjóðadeild UEFA í september. Ísland á þá að mæta Englandi á Laugardalsvelli 5. september og Belgíu á útivelli 8. september. Í nýju reglunum er veitt tímabundin undanþága frá því að landslið eigi alltaf rétt á að kalla til sín leikmenn í verkefni á alþjóðlegum leikdögum. Undanþágan er veitt í þeim tilfellum þar sem að landsliðsverkefni felur í sér að minnsta kosti fimm daga sóttkví við komu til lands sem spilað er í, eða við komuna til landsins sem félagslið leikmanns er staðsett í. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Vísi að sambandið hefði fengið dreifibréf frá FIFA varðandi málið. Verið væri að fara yfir stöðuna og meta næstu skref. Tilkynnt verður um val á íslenska landsliðshópnum á föstudaginn. Í sóttkví við heimkomu frá Belgíu Á Íslandi eru einmitt í gildi reglur um fimm daga sóttkví við komu frá útlöndum. Þær bitna þó reyndar ekki að fullu á enska landsliðinu og þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem búa erlendis. Þeir verða lokaðir af á hótelum en fá að æfa og spila leikinn, á forsendum reglna um vinnusóttkví, áður en íslenski hópurinn heldur til Belgíu og sá enski til Danmerkur. Félagslið þeirra geta því ekki bannað þeim að koma til Íslands, nema í þeim tilfellum þar sem þeirra bíður sóttkví við komuna aftur heim. Það er hins vegar ljóst að þeir landsliðsmenn sem búa hér á landi og snúa heim frá útlöndum þurfa að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví. Þetta á til dæmis við um Hannes og Kára, haldi þeir sætum sínum í landsliðshópnum sem valinn verður á föstudag, og gæti einnig átt við um Valsarann Birki Má Sævarsson og fleiri leikmenn. Til að nýju FIFA-reglurnar næðu ekki til þeirra þyrftu þeir að njóta undanþágu frá sóttkví. Kári Árnason meiddist í leik með Víkingi í lok júlí en ætti að vera að komast í gang.VÍSIR/DANÍEL Og það væri svo sem ekki óeðlilegt að Valur og Víkingur vildu halda leikmönnunum hjá sér. Valur á bikarleik við HK 10. september og þá eiga Valur og Víkingur að mætast í deildarleik 13. september, þegar Kári og Hannes væru sjálfsagt enn í sóttkví færu þeir til Belgíu. Þeir væru þá auk þess ekki búnir að æfa með sínum liðum í tvær vikur. Mögulega gætu landsliðsmenn sem búa hér á landi verið í hópnum sem mætir Englandi hér á landi en verið meinað að fara í útileikinn við Belga með tilheyrandi sóttkví við heimkomuna til Íslands. FH í svipaðri stöðu varðandi Gunnar Að sama skapi gæti Valur bannað Kaj Leo í Bartalsstovu og Magnúsi Egilssyni að fara til Andorra með færeyska landsliðinu, sem og FH bannað markverðinum Gunnari Nielsen að fara í sömu ferð, vegna sóttkvíar sem þeir þyrftu að fara í við komuna til Íslands. FH á bikarleik við Stjörnuna 10. september. Samkvæmt reglum KSÍ þurfa að lágmarki fimm leikmenn frá sama liði að vera í sóttkví til að hægt sé að fá leikjum frestað á slíkum forsendum. Gunnar Nielsen er markvörður FH og Færeyja.VÍSIR/HAG Gæti haft áhrif á kvennalandsliðið fyrir Svíaleikinn Reglurnar ná einnig til kvennalandsliðsins vegna leikjanna mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM 17. og 22. september. Óljóst er hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá en þar sem leikirnir eru báðir á Laugardalsvelli snýst spurningin um það hvort að þær landsliðskonur sem leika erlendis þyrftu að fara í fimm daga sóttkví við heimkomu eftir Íslandsför. Ef svo væri ættu félagslið þeirra rétt á að meina þeim að taka þátt í leikjunum. Sem stendur er ekki krafa um sóttkví þegar Íslendingar koma til Frakklands, þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði býr, eða Svíþjóðar og Þýskalands þar sem íslenskar landsliðskonur leika einnig. Sara Björk Gunnarsdóttir er þessa dagana á Spáni vegna lokakaflans í Meistaradeild Evrópu en býr í Frakklandi eftir að hafa samið við Lyon.VÍSIR/BÁRA
Valur Víkingur Reykjavík KSÍ Íslenski boltinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð