Væru í djúpum skít ef þeir væru ekki „draugar í brugghúsinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:30 Axel Paul Gunnarsson og Hlynur Árnason létu blessunarlega ekki drauminn um brugghúsbar rætast. Þá væru þeir að líkindum í vandræðum. aðsend 2020 verður frábært ár, hugsuðu Axel Paul Gunnarsson og Hlynur Árnason í áramótapartýi 31. desember síðastliðinn. Þetta skyldi verða árið sem þeir létu drauma sína um stofnun brugghúss rætast. Þeir biðu ekki boðanna; hófu undirbúning strax í janúar, útveguðu kennitölu fyrir Böl Brewing í mars og áður en þeir vissu af var kórónuveiran búin að loka öllum börum í landinu. Blessunarlega bar þeim gæfa til að vera „draugar í brugghúsinu,“ annars hefðu þeir verið í „djúpum skít“. Aðspurðir segja þeir Axel og Hlynur að Böl Brewing hafi sprottið upp úr sameiginlegum áhuga þeirra beggja á heimabruggi. Áhugi Hlyns hafi raunar verið svo mikill að hann lagði bruggið fyrir sig, fyrst í Hollandi en síðar hjá brugghúsinu Borg. Þá hafi langað að gera eitthvað sjálfir. „Þetta var eiginlega svolítið sjálfhvert hjá okkur. Við vildum brugga bjóra sem okkur langaði sjálfa að drekka,“ segir Axel. Í stað þess að stofna eigin bar og reisa eigin bruggverksmiðju hafa Bölsmenn fengið inni hjá öðrum.aðsend Það hefur verið mikil gróska í íslenska bruggheiminum á síðustu árum og hafa handverksbrugghús skotið upp kollinum eins og gorkúlur. Engu að síður töldu þeir Axel og Hlynur pláss fyrir a.m.k. eitt brugghús í viðbót - „en á minni skala og aðeins öðruvísi,“ segir Axel. Þeir vilji þannig nota hráefni sem lítið eða ekkert sé notað í bjórgerð á Íslandi en þó ekki til þess eins að „setja dót í bjórinn. Við myndum ekki nota hvalmjöl til þess eins að segjast hafa búið til hvalabjór. Hráefnið verður að bæta bjórinn,“ segir Axel. Ríkið átti að mæta afgangi Nýlegur bjór Böls ber þess merki. Hann er bruggaður með Earl Grey-tei og hefur mælst ágætlega fyrir ef marka má söluna í Vínbúðunum. Hann rataði í hillurnar í síðustu viku og upplagið þurrkaðist svo gott sem upp á tveimur dögum. Meðal annarra hráefna sem Böl hefur nýtt sér við bruggið eru rúsínur, bláber, brómber, hindber, kaffi, sýróp, fjólur o.s.frv. Þrátt fyrir ágætis árangur í ÁTVR var Vínbúðin ekki inn í upprunalegum áætlunum Böls. Áherslan átti fyrst og fremst að vera á sölu á börum og veitingahúsum, en kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann og lokun skemmtistaða flækti þau áform. Þeir gáfu þær áætlanir þó ekki upp á bátinn og þegar slakað var aftur á höfum með hækkandi sól komu Bölsmenn fjórum bjórum inn á hin ýmsu vínveitingahús víða um land; t.a.m. í borginni, Patreksfirði, Húsavík, Egilsstöðum og Vík í Mýrdal. Bjór Böls sem hefur fyrir gráglettni örlaganna ratað í ríkið.aðsend Flökkubrugghús Stærsti draumurinn hafi hins vegar verið að stofna eigin brugghúsbar, sem eftir á að hyggja hefði getað reynst banabiti Böls að sögn Axels og Hlyns. „Við værum í djúpum skít ef við hefðum safnað lánum og skuldum í mars og farið af stað með brugghúsbar í bænum, þegar Covid var handan við hornið,“ segir Axel. Blessunarlega hafi þeir hins vegar ákveðið að „dýfa tánum í vatnið“ fyrst og kanna eftirspurnina áður en lengra var haldið. Liður í því var að kaupa ekki fokdýran bruggbúnað en þess í stað leigja hann af öðrum brugghúsum. Böl sé því eiginlegt „flökkubrugghús“ og hefur þegar fengið tankapláss hjá tveimur keppinautum og fær inn hjá þeim þriðja fljótlega. Axel segir hins vegar alla hagnast á þessu fyrirkomulagi. „Við komum inn þegar tankarnir eru ekki notkun og enginn er að brugga. Við gerum þetta allt sjálfir og erum því eins og draugar í brugghúsinu.“ Þetta hafi ekki aðeins sparað þeim Bölsmönnum milljónafjárfestingu í bruggbúnaði heldur eykur þetta jafnframt nýtinguna hjá brugghúsunum sem hýsa þá. „Þetta var algjör forsenda fyrir því að við gætum þetta,“ segir Axel. „Fyrir vikið vorum við ekki að greiða húsaleigu eða fastir með gríðarmiklar fjárfestingar í allri Covid-óvissunni.“ Þeir Axel og Hlynur segja að nú séu tveir bjórar í pípunum hjá Böl sem kynntir verða á næstunni. Aðspurðir um bjórsmekk Íslendinga segjast þeir telja að smekkur þeirra sé að þróast, þeir séu að verða móttækilegri fyrir „skemmtilegu flippi“ þegar kemur að hráefnum og bragði. Þeir og aðrir séu að svara kallinu. „Brugghúsin eru farin að fatta það að IPA og Pale Ale er ekki það eina sem fólk lætur ofan í sig.“ Áfengi og tóbak Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
2020 verður frábært ár, hugsuðu Axel Paul Gunnarsson og Hlynur Árnason í áramótapartýi 31. desember síðastliðinn. Þetta skyldi verða árið sem þeir létu drauma sína um stofnun brugghúss rætast. Þeir biðu ekki boðanna; hófu undirbúning strax í janúar, útveguðu kennitölu fyrir Böl Brewing í mars og áður en þeir vissu af var kórónuveiran búin að loka öllum börum í landinu. Blessunarlega bar þeim gæfa til að vera „draugar í brugghúsinu,“ annars hefðu þeir verið í „djúpum skít“. Aðspurðir segja þeir Axel og Hlynur að Böl Brewing hafi sprottið upp úr sameiginlegum áhuga þeirra beggja á heimabruggi. Áhugi Hlyns hafi raunar verið svo mikill að hann lagði bruggið fyrir sig, fyrst í Hollandi en síðar hjá brugghúsinu Borg. Þá hafi langað að gera eitthvað sjálfir. „Þetta var eiginlega svolítið sjálfhvert hjá okkur. Við vildum brugga bjóra sem okkur langaði sjálfa að drekka,“ segir Axel. Í stað þess að stofna eigin bar og reisa eigin bruggverksmiðju hafa Bölsmenn fengið inni hjá öðrum.aðsend Það hefur verið mikil gróska í íslenska bruggheiminum á síðustu árum og hafa handverksbrugghús skotið upp kollinum eins og gorkúlur. Engu að síður töldu þeir Axel og Hlynur pláss fyrir a.m.k. eitt brugghús í viðbót - „en á minni skala og aðeins öðruvísi,“ segir Axel. Þeir vilji þannig nota hráefni sem lítið eða ekkert sé notað í bjórgerð á Íslandi en þó ekki til þess eins að „setja dót í bjórinn. Við myndum ekki nota hvalmjöl til þess eins að segjast hafa búið til hvalabjór. Hráefnið verður að bæta bjórinn,“ segir Axel. Ríkið átti að mæta afgangi Nýlegur bjór Böls ber þess merki. Hann er bruggaður með Earl Grey-tei og hefur mælst ágætlega fyrir ef marka má söluna í Vínbúðunum. Hann rataði í hillurnar í síðustu viku og upplagið þurrkaðist svo gott sem upp á tveimur dögum. Meðal annarra hráefna sem Böl hefur nýtt sér við bruggið eru rúsínur, bláber, brómber, hindber, kaffi, sýróp, fjólur o.s.frv. Þrátt fyrir ágætis árangur í ÁTVR var Vínbúðin ekki inn í upprunalegum áætlunum Böls. Áherslan átti fyrst og fremst að vera á sölu á börum og veitingahúsum, en kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann og lokun skemmtistaða flækti þau áform. Þeir gáfu þær áætlanir þó ekki upp á bátinn og þegar slakað var aftur á höfum með hækkandi sól komu Bölsmenn fjórum bjórum inn á hin ýmsu vínveitingahús víða um land; t.a.m. í borginni, Patreksfirði, Húsavík, Egilsstöðum og Vík í Mýrdal. Bjór Böls sem hefur fyrir gráglettni örlaganna ratað í ríkið.aðsend Flökkubrugghús Stærsti draumurinn hafi hins vegar verið að stofna eigin brugghúsbar, sem eftir á að hyggja hefði getað reynst banabiti Böls að sögn Axels og Hlyns. „Við værum í djúpum skít ef við hefðum safnað lánum og skuldum í mars og farið af stað með brugghúsbar í bænum, þegar Covid var handan við hornið,“ segir Axel. Blessunarlega hafi þeir hins vegar ákveðið að „dýfa tánum í vatnið“ fyrst og kanna eftirspurnina áður en lengra var haldið. Liður í því var að kaupa ekki fokdýran bruggbúnað en þess í stað leigja hann af öðrum brugghúsum. Böl sé því eiginlegt „flökkubrugghús“ og hefur þegar fengið tankapláss hjá tveimur keppinautum og fær inn hjá þeim þriðja fljótlega. Axel segir hins vegar alla hagnast á þessu fyrirkomulagi. „Við komum inn þegar tankarnir eru ekki notkun og enginn er að brugga. Við gerum þetta allt sjálfir og erum því eins og draugar í brugghúsinu.“ Þetta hafi ekki aðeins sparað þeim Bölsmönnum milljónafjárfestingu í bruggbúnaði heldur eykur þetta jafnframt nýtinguna hjá brugghúsunum sem hýsa þá. „Þetta var algjör forsenda fyrir því að við gætum þetta,“ segir Axel. „Fyrir vikið vorum við ekki að greiða húsaleigu eða fastir með gríðarmiklar fjárfestingar í allri Covid-óvissunni.“ Þeir Axel og Hlynur segja að nú séu tveir bjórar í pípunum hjá Böl sem kynntir verða á næstunni. Aðspurðir um bjórsmekk Íslendinga segjast þeir telja að smekkur þeirra sé að þróast, þeir séu að verða móttækilegri fyrir „skemmtilegu flippi“ þegar kemur að hráefnum og bragði. Þeir og aðrir séu að svara kallinu. „Brugghúsin eru farin að fatta það að IPA og Pale Ale er ekki það eina sem fólk lætur ofan í sig.“
Áfengi og tóbak Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira