Handbolti

Íslendingalið Kristianstad komið áfram án þess að spila

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés í leik með íslenska landsliðinu. 
Ólafur Andrés í leik með íslenska landsliðinu.  vísir/getty

Kórónufaraldurinn er nú þegar farinn að hafa gífurleg áhrif á handboltann í Evrópu. Eins og áður hefur komið fram er óvíst hvort Valsmenn muni geta mætt Holsebro frá Danmörku en leikirnir eiga fara fram í vikunni.

Nú eru þeir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson komnir áfram í 2. umferð Evrópudeildarinnar með liði sínu Kristianstad án þess þó að hafa leikið í 1. umferð. Þannig er mál með vexti að sænska félagið átti að mæta Arendal frá Noregi.

Sóttvarnareglur í Noregi gera liðum þar í landi mjög erfitt að mæta liðum erlendis frá. Því taldi Arendal best einfaldlega að draga sig úr keppni. Sömu sögu er að segja af Haslum en liðið átti að mæta pólska liðinu Azoty-Pulawy.

Enn á eftir að staðfesta hvort Valsmenn dragi sig úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×