800 þúsund dánir vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 09:11 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Manish Swarup Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira