Navalny kominn til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 07:43 Navalny fluttur úr flugvél á flugvelli í Berlín í morgun. AP/Michael Kappeler Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020 Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. Aðstandendum Navalny var í fyrstu meinað að flytja hann frá borginni Omsk í Síberíu. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Það var ekki fyrr en þýsku læknarnir skoðuð Navalny og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til að flytja sem það var leyft, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Læknar í Omsk hafa veitt mismunandi upplýsingar um ástand Navalny og ástæðu þess að hann sé í dái. Aðstandendur hans segjast fyrst hafa fengið þær upplýsingar að hættulegt eitur hafi fundist í blóði hans en skömmu seinna sögðu læknar opinberlega að ekkert eitur hefði fundist og sögðu mögulegt að blóðsykur Navalny hefði lækkað mjög hratt og þess vegna væri hann í dái. Í gærkvöldi sagði svo annar læknir að ekki væri komnar niðurstöður úr eiturefnaprófum, samkvæmt frétt Moscow Times. Stuðningsmenn hans og aðstandendur eru fullvissir um að rússnesk stjórnvöld hafi eitrað fyrir honum. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í nótt að baráttan um líf hans væri einungis að hefjast. Mikil vinna væri fyrir höndum en fyrstu skrefin hefðu verið tekin. Самолёт с Алексеем вылетел в Берлин.Огромное спасибо всем за поддержку. Борьба за жизнь и здоровье Алексея только начинается, и предстоит пройти еще очень много, но сейчас хотя бы сделан первый шаг— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 22, 2020
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Heimila flutning Navalny til Þýskalands Rússneskir læknar hafa samþykkt að Alexei Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, verði fluttur til Þýskalands. 21. ágúst 2020 16:37
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld reyna að drepa hann. 21. ágúst 2020 07:12