Tæknimenn Ríkísútvarpsins lofaðir og lastaðir eftir gærkvöldið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 10:23 Stöðva þurfti flutning Daða í einvíginu vegna tæknivandræða. Skjáskot/RÚV Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem leiddi til seinkunnar á útsendingarlokum. Eins og fyrri ár fylgdust margir Íslendingar spenntir með framvindu mála og tístu um það sem fyrir augu bar undir myllumerkinu #12stig. Netverjar höfðu sitt að segja um tæknivandræði gærkvöldsins. Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Vandræðin lögðust misvel í Tístverja. Á meðan sumir sýndu mikinn skilning voru aðrir sem gáfu lítinn afslátt. Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV. Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir áhorfendur höfðu að segja um málið. Starkaður Pétursson áhrifavaldur prísaði sig sælan að vera ekki í drykkjuleik. ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, telur sig vita hvert fyrsta embættisverk nýskipaðs útvarpsstóra verður. Fyrsti verk @StefanEiriks lögreglustjóra á fyrsta starfsdegi á mánudag? Ég giska á að hann biðji tæknistjórann að hitta sig prívat í smástund. #12stig— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) February 29, 2020 Bryndís finnur til samkenndar með tæknifólki RÚV. Ég hef oft hugsað að það þurfi aldeilis breitt bak til að vera í stjórnmálum en sé það núna að það þarf enn breiðara bak til að vera í hljóð og tæknimálum hjá RÚV. #12stig— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 29, 2020 Guðni Halldórsson bað fólk um að taka utan um tæknifólkið. Hef unnið í útsendingu þar sem allt gekk á afturfótunum eins og í kvöld. Það er enn óþægilegra að vera í OB bílnum en að horfa á þetta í sjónvarpnu..tíminn stendur í stað og hjartað slær á milljón ...faðmið tæknifólkið okkar #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 29, 2020 Eiríkur Jónsson hafði einfaldlega ekki tíma í mikið lengri útsendingu. Ég er bara að vona að þessi útsending klárist áður en Skaupið byrjar.#12stig— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 29, 2020 Það fór að lokum svo að lögin Almyrkvi með Dimmu og Think About Things með Daða og Gagnamagninu komust í úrslitaeinvígið. Þar höfðu Daði og sveit hans betur, og því verður það lagið Thing About Things sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí. Eurovision Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tæknivandræði settu svip sinn á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöldi, sem leiddi til seinkunnar á útsendingarlokum. Eins og fyrri ár fylgdust margir Íslendingar spenntir með framvindu mála og tístu um það sem fyrir augu bar undir myllumerkinu #12stig. Netverjar höfðu sitt að segja um tæknivandræði gærkvöldsins. Tæknileg vandamál komu upp þegar Daði og Gagnamagnið fluttu lag sitt aftur í úrslitaeinvíginu og greip RÚV til þess ráðs að stöðva flutninginn stuttu eftir að hann hófst. Vandræðin lögðust misvel í Tístverja. Á meðan sumir sýndu mikinn skilning voru aðrir sem gáfu lítinn afslátt. Nokkur stund leið þangað til að Gagnamagnið fékk að hefja flutning sinn aftur og kom það í hlut kynnana að fylla upp í tímann á meðan. Úr varð að útsendingarlokum seinkaði um minnst tuttugu mínútur ef marka má fyrirliggjandi dagskrá RÚV. Hér að neðan má sjá brot af því sem íslenskir áhorfendur höfðu að segja um málið. Starkaður Pétursson áhrifavaldur prísaði sig sælan að vera ekki í drykkjuleik. ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Símans, telur sig vita hvert fyrsta embættisverk nýskipaðs útvarpsstóra verður. Fyrsti verk @StefanEiriks lögreglustjóra á fyrsta starfsdegi á mánudag? Ég giska á að hann biðji tæknistjórann að hitta sig prívat í smástund. #12stig— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) February 29, 2020 Bryndís finnur til samkenndar með tæknifólki RÚV. Ég hef oft hugsað að það þurfi aldeilis breitt bak til að vera í stjórnmálum en sé það núna að það þarf enn breiðara bak til að vera í hljóð og tæknimálum hjá RÚV. #12stig— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) February 29, 2020 Guðni Halldórsson bað fólk um að taka utan um tæknifólkið. Hef unnið í útsendingu þar sem allt gekk á afturfótunum eins og í kvöld. Það er enn óþægilegra að vera í OB bílnum en að horfa á þetta í sjónvarpnu..tíminn stendur í stað og hjartað slær á milljón ...faðmið tæknifólkið okkar #12stig— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 29, 2020 Eiríkur Jónsson hafði einfaldlega ekki tíma í mikið lengri útsendingu. Ég er bara að vona að þessi útsending klárist áður en Skaupið byrjar.#12stig— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) February 29, 2020 Það fór að lokum svo að lögin Almyrkvi með Dimmu og Think About Things með Daða og Gagnamagninu komust í úrslitaeinvígið. Þar höfðu Daði og sveit hans betur, og því verður það lagið Thing About Things sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Rotterdam í maí.
Eurovision Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira