Mættu með börnin í Ráðhúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 12:12 Þessi börn geta ekki mætt í leikskólann vegna verkfalla. Þau léku sér í Ráðhúsinu í morgun og sum mættu með mótmælaspjöld. Vísir/Vilhelm Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira