Mættu með börnin í Ráðhúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 12:12 Þessi börn geta ekki mætt í leikskólann vegna verkfalla. Þau léku sér í Ráðhúsinu í morgun og sum mættu með mótmælaspjöld. Vísir/Vilhelm Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira