Mættu með börnin í Ráðhúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 12:12 Þessi börn geta ekki mætt í leikskólann vegna verkfalla. Þau léku sér í Ráðhúsinu í morgun og sum mættu með mótmælaspjöld. Vísir/Vilhelm Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hafin er þriðja vikan í ótímabundnu verkfalli Eflingarstarfsfólk hjá Reykjavíkurborg. Töluverð óþreyja ríkir meðal foreldra leikskólabarna sem mættu með börn sín í Ráðhúsið í dag í mótmælaskini við því að ekki sé einu sinni verið að funda í kjaradeilunni. Borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa í ljósi kórónuveirunnar. Nokkur hópur foreldra leikskólabarna sem þurfa að sitja heima vegna verkfallanna kom saman í Ráðhúsinu klukkan ellefu í morgun. Sigríður Víðis Jónsdóttir er ein þeirra. „Ég styð að sjálfsögðu baráttu láglaunafólks en ég geri um leið þá lágmarkskröfu að viðsemjendur fundi og þau tali saman og geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa þessa deilu,“ segir Sigríður. Hátt í fimm tonn af sorpi á 20 mínútum Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilunni. Bjarni Brynjólfsson er upplýsingastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Við höfum fengið undanþágur fyrir sorphirðuna og fyrir heimaþjónustuna til þess að þrífa á heimilum fólks og á hjúkrunarheimilum. Aðrar undanþágur hafa ekki verið veittar en við erum að biðja um sem sagt auknar undanþáguheimildir til þess að geta haldið áfram sorphirðunni og haldið áfram að sinna þessum þrifum,“ segir Bjarni. Hann brýnir fyrir borgarbúum að gæta að því að hreinsa frá ruslatunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig enda gilda undanþágur í stuttan tíma. „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum. Segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar. Þá samþykkti borgarráð í morgun á sérstökum aukafundi í morgun að leggja til aukið fjármagn vegna aukinna þrifa vegna kórónuveirunnar. Að neðan má sjá klippu frá mótmælunum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent