Veruleikinn kallar á breyttar leikreglur Katrín Oddsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:00 Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Skemmst er frá því að fréttaþátturinn Kveikur sýndi okkur hversu átakanleg fátækt viðgegnst á Íslandi og hversu alvarlegar afleiðingar hún hefur fyrir þann hóp fólks sem býr við fátækt. Sorglegast er að horfa upp á þessa félagslegu aðstæður erfast á börn sem fæðast inn í þennan veruleika og geta með engu móti varist því að lenda í sömu gildru sjálf. Eftir að hafa horft á þáttinn fór ég að velta fyrir mér heildarsamhengi hlutanna og hvers vegna okkur á fámenna en auðuga Íslandi gangi svo hægt að breyta þessum málum til betri vegar. Hér er ein hugmynd sem ég legg inn í samfélagsumræðuna og vona að verði til gagns. Hugmynd að nýrri lagareglu: Einstaklingur sem hefur orðið uppvís um að flytja peninga sem hann, eða fyrirtæki sem hann stýrir, á í skattaskjól ætti að missa rétt til að gegna opinberu embætti í x mörg ár eftir að slík háttsemi hefur verið sönnuð. Rökstuðningur: Fólk sem velur að flytja fjármuni sína út úr íslenska skattkerfinu, en nýta sér samt sem áður grunnþjónustu hér á landi, hefur ekki náð þeim félagslega þroska sem þarf til þess að geta starfað í þágu samfélagsins alls. Því er hætta á að slíkt fólk geti einfaldlega ekki unnið í þágu þeirra jaðarsettu hópa sem verst hafa það. Með því að taka samt sem áður opinberar stöður, sem annars væru mannaðar af fólki sem vill í alvöru efna kosningaloforð á borð við það "að útrýma fáttækt", er fólkið sem skortir þessa samfélagslegu hugsun að hægja á þróun í átt að félagslegu réttlæti. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta fátæk börn þjást á meðan efnuðum einstaklingum finnst sjálfsagt að fela ríkidæmi sitt svo að þeir borgi ekki meira til samfélagsins en þeim sjálfum finnst sanngjarnt, og taka svo auk þess að sér opinber störf sem skattgreiðendur kosta til að starfa fyrst og fremst í þágu annarra efnaðra einstaklinga í þessu landi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar