Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:47 Danska undankeppnin mun fara fram án áhorfenda í salnum. getty/ STR Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti ónefndur starfsmaður ríkisútvarpsins við hollensku fréttastofuna AD. Í gær var tilkynnt að danska undankeppnin, Melodi Grand Prix 2020, verði haldin án áhorfenda vegna veirunnar. Þá hefur sænska ríkisútvarpið tilkynnt að lokakvöld undankeppni Melodifestivalen verði haldin með áhorfendum í salnum en fólk hefur verið beðið um að mæta ekki hafi það verið á áhættusvæðum á síðustu tveimur vikum. Heimildarmaðurinn vildi ekki tilgreina hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar en ekki hefur verið rætt að aflýsa keppninni. Þá vildi hann ekki tilgreina hvort rætt hafi verið að halda keppnina án áhorfenda í salnum. Þá sagði talsmaður Evrópusamtaka útvarpsstöðva að fylgst væri náið með þróun kórónuveirufaraldursins og að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og heilbrigðisyfirvalda innanlands væri tekið alvarlega. Fjöldi smitaðra í Hollandi er nú 128 og hefur sá fjöldi aukist verulega síðustu daga. Einn hefur látist þar í landi vegna veirunnar. Þá heldur fjöldi smitaðra í Evrópu allri að aukast og þá sérstaklega á Ítalíu en nú hafa 4.636 smit verið staðfest þar í landi og 197 dauðsföll. Viðburðum víða um álfuna, þar á meðal í Hollandi og á Íslandi, hefur verið frestað, aflýst eða þeir haldnir án áhorfenda. Þá sagði forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, að það væri óskynsamlegt að aflýsa keppninni vegna kórónuveirunnar.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27 Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Daða og Gagnamagnsins Ísland mun enda í þriðja sæti í Eurovision í maí ef marka má samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 1. mars 2020 19:27
Daði og Selma troða upp í Stokkhólmi í kringum Melodifestivalen Svíar velja sitt framlag í Eurovision á laugardagskvöldið þegar lokakvöld Melodifestivalen verður haldið. 6. mars 2020 07:00