Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 07:52 Ungt fólk er að snúa aftur til skóla um þessi misseri. AP/Julia Wall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira