Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 19:42 Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. Félagið fær ríkisábyrgð á láni er nemur allt að sextán og hálfum millarði króna. Stjórnvöld höfðu þegar gefið vilyrði fyrir lánalínu með ríkisábyrgð. Í dag var tilkynnt um að ákvörðun lægi fyrir um að veita slíka lánalínu, að fjárhæð allt að hundrað og tuttugu milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um sextán og hálfum milljarði króna á núverandi gengi. Ábyrgðin er meðal annars háð skilyrði um samþykki Alþingis og mun nema 90 prósentum af lánsfjárhæð. „Við settum fram á sínum tíma skilyrði fyrir því að ríkið ætti einhverja aðkomu að fjárhagserfiðleikum félagsins og þessi skilyrði hafa verið að tínast inn hvert á eftir öðru þannig að það var kominn tími til að skýra það með hvaða hætti við ætluðum að standa við áður gefin orð,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Aðspurður segir erfitt að segja til um það hversu lengi þessi ráðstöfun komi til með að duga til að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. „Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að þessi fjárhagslega endurskipulagning, að því gefnu að hlutafjárútboðið heppnist og gangi eftir eins og gert er ráð fyrir, muni tryggja félagin nægilegt fjármagn til að standa í töluvert langan tíma, við erum að tala um að minnsta kosti tvö ár eða svo.“ Ekki er stefnt að því að ríkið eignist hlut í félaginu. „Við fórum inn í þessa vinnu með ákveðin leiðarljós, meðal annars að okkur finnist mikilvægt að hér á landi sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Að hér á landi sé flugfélag sem geti tekið þátt í efnahagslegri viðspyrnu að loknum faraldri en líka með það að markmiði að við værum að gera þetta með þeim hætti að það væri sem minnst áhætta hvað varðar almannafé og við teljum að sú leið sem við förum í þessu verkefni sé þannig,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Tengdar fréttir Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43 Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33
Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum. 18. ágúst 2020 11:43
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43