Smalling: Ítalía hefur gert mig að betri varnarmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 12:30 Chris Smalling í leik með Roma. Getty/Giuseppe Maffia Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira