Forsætisráðherra sakaður um morð mætti ekki í réttarsal og lögregla stendur á gati Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 10:24 Forsætisráðherrann Thomas Thabane mætti ekki í kvöld og eru getgátur uppi að hann hafi flúið land. Það hefur ekki fengist staðfest. vísir/getty Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu. Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína, mætti ekki í dómssal í morgun. Lögregla segist ekki vita hvar Thabane sé niðurkominn. New York Times greinir frá. Núverandi eiginkona forsætisráðherrans hefur þegar verið ákærð fyrir morðið og fram kom í gær að Thabane yrði ákærður fyrir aðild að málinu. Sjálfur segist hann ætla að segja af sér sökum aldurs í sumars en hefur ekki tjáð sig um morðið. Thabane átti að mæta í dómssal klukkan níu í morgun að staðartíma. Klukkan ellefu var hann ekki enn mættur. Lögregla segist ekki ná í hann og ekki vita hvort hann sé væntanlegur eða ekki. Lipolelo Thabane var skotin til bana á stuttu færi við moldarveg þegar hún var á leið til heimaþorps síns fyrir utan höfuðborgina Maseru tveimur dögum áður en eiginmaður hennar varð forsætisráðherra árið 2017. Hún var þá 58 ára gömul. Þau Thabane höfðu staðið í hörðum skilnaði og bjó verðandi forsætisráðherrann þá með annarri konu, sem nú er eiginkona hans, eins og þau væru gift. Deilur höfðu staðið um hvor konan yrði viðurkennd sem forsætisráðherrafrú landsins og vann Lipolelo mál þess efnis fyrir dómstólum. Maesaiah, núverandi eiginkona Thabane, fylgdi honum á embættistökuna eftir morðið á Lipolelo. Málið hefur skekið samfélagið í smáríkinu Lesótó sem er landlukt í Suður-Afríku. Thabane fordæmdi morðið en er nú sjálfur sakaður um aðild að því. Paseka Mokete, varalögreglustjóri, sagði í dag að Thabane yrði líklega ákærður þegar á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það yrði í fyrsta skipti sem afrískur þjóðarleiðtogi er ákærður fyrir morð í nánu sambandi á meðan hann er í embætti. Thabane sagði í útvarpsviðtali að hann ætlaði að stíga til hliðar í júlí þar sem hann væri búinn að missa starfsorkuna. Hann er áttræður. Núverandi eiginkona hans var ákærð fyrir morðið á Lipolelo í byrjun þessa mánaðar en gengur laus gegn tryggingu.
Lesótó Tengdar fréttir Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03 Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Eiginkona forsætisráðherrans ákærð fyrir morð Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans. 4. febrúar 2020 19:03
Forsætisráðherra verður ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni Thomas Thabane stóð í erfiðum skilnaði við þáverandi eiginkonu sína þegar hún var skotin til bana tveimur dögum fyrir embættistöku hans árið 2017. Hann er nú grunaður um að hafa átt þátt í dauða hennar. 20. febrúar 2020 18:51