Björn Ingi þarf að greiða þrotabúi Pressunnar 80 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 14:57 Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna. Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur verið dæmdur til að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. áttatíu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands.Dómurinn féllst á kröfur Pressunnar ehf. um að veðsetningum á eignum félagsins, sem gerðar voru með lánasamningi milli Pressunnar ehf. og Björns Inga auk tryggingabréfs, yrði rift. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is, sem og útgáfurétt Pressunnar. Þá var þess krafist að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., sem tók yfir miðla Pressunnar skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot árið 2017, á 80 milljóna skuld Björns Inga við Pressuna yrði rift. Dómurinn féllst einnig á það. Pressan ehf. rak útgáfustarfsemi á áðurnefndum vefsíðum og átti hlut í dagblaðinu DV. Björn Ingi var einn stofnenda Pressunnar ehf. og stjórnarformaður félagsins frá stofnun þess og þar til í desember 2017. Greiðslan fyrir Eyjuna farið beint til Pressunnar Lögmenn Pressunnar ehf. lögðu áherslu á að bókhald félagsins bæri þess engin merki að félagið hefði skuldað Birni Inga 80 milljónir króna. Þá beri færslur á bankareikningum félagsins þess heldur ekki merki að Björn Ingi hefði lánað félaginu umrædda fjárhæð. Gögnin styðji því ekki fullyrðingar Björns Inga um að lánið hefði verið veitt. Björn Ingi vísaði m.a. til þess að það hefði blasað við að Pressan ehf. yrði gjaldþrota í byrjun september 2017, yrði ekkert gert. Sjálfur hefði hann í reynd fjármagnað félagið árum saman með lánum og persónulegum ábyrgðum. Hann hefði til að mynda látið mánaðarlega greiðslu fyrir umsjón með sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem nam 1,6 milljónum króna, renna til Pressunnar ehf. sem lán um þriggja ára skeið. Hann hefði svo þann 10. júní 2017 lánað Pressunni ehf. og dótturfélögum 80 milljónir króna. Pressunni ehf. hefði borið að endurgreiða lánið 12 mánuðum síðar. Um var að ræða allsherjarveð í Pressunni, auk vörumerkjanna og vefsíðanna Eyjan.is, Bleikt.is, 433.is.Vísir/Vilhelm Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að reikningsyfirlit styðji ekki að Björn Ingi hafi lánað Pressunni ehf. umrædda upphæð. Gildi þar einu hvort miðað sé við að útgreiðsla lánsins hafi strax farið fram eða hvort um einhvers konar lánalínu hafi verið að ræða, líkt og Björn Ingi byggði á. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að yfirtöku Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. á skuld Pressunnar ehf. við Björn Inga yrði rift og Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. umræddar 80 milljónir króna. Dómurinn féllst einnig á kröfu þrotabúsins um að umræddum veðsetningum verði rift. Birni Inga var jafnframt gert að greiða málskostnað að upphæð 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Fjölmiðlar Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 „Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00 Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Ingvi Hrafn mun halda áfram með Hrafnaþing. 12. október 2016 09:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
„Mæli eindregið með því að hætta að drekka, það breytti lífi mínu“ "Nú þegar rétt um fimm mánuðir eru liðnir frá því ég setti tappann í flöskuna, er maður rétt aðeins farinn að átta sig á kostum þess að vera alltaf allsgáður og með kollinn í lagi.“ 4. nóvember 2019 15:00