Óttast útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 18:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO Vísir/EPA Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna. Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna.
Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00