Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 21:58 Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira