Liverpool bakvörðurinn sér eftir að hafa hrint Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 11:00 Lionel Messi var skiljanlega mjög ósáttur með framkomu Andy Robertson. Getty/Jan Kruger Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Lionel Messi er ekki vanur að lenda í leiðindum inn á fótboltavellinum eða kannski þar til í undanúrslitaleik Liverpool og Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar honum lenti upp á kant við Liverpool bakvörðinn Andy Robertson. Réttara er að segja að Andy Robertson var með almenn leiðindi við besta knattspyrnumann heims. Lionel Messi skoraði tvö mörk í 3-0 sigri í fyrri leiknum en það var ekki nóg því Liverpool komst áfram eftir ótrúlegan 4-0 sigur í seinni leiknum. Viðskipti þeirra félaga í seinni leiknum fólust meðal annars í því að Andy Robertson hrinti Lionel Messi en skoski bakvörðurinn sér nú eftir öllu saman. Liverpool full-back Andy Robertson opens up on his Lionel Messi regret https://t.co/eKzh4GpbnGpic.twitter.com/3Nfgu7siwA— Mirror Football (@MirrorFootball) February 23, 2020 Andy Robertson var þarna í engum rétti enda sat Lionel Messi á jörðinni eftir að það hafði verið brotið á honum. Robertsson kom æðandi að og hrinti Argentínumanninum sem var skiljanlega ekki sáttur. Robertson viðurkenndi í viðtali við Daily Mail að hann sjái eftir þessu og skammaðist sín þegar hann horfði aftur á atvikið á myndbandi. „Þegar ég horfi aftur á hluti þá sé ég vanalega ekki eftir neinu því reynsla þín og upplifun gerir þig að því sem þú ert í dag. Ég sé samt eftir þessari stundu með Messi. Ég er ekki hrifinn af því að horfa á þetta. Ég var niðurbrotinn þegar ég sá þetta aftur,“ sagði Andy Robertson. „Ég ber virðingu fyrir honum og Barcelona en við mættum í þennan leik í ákveðnum stellingum. Við vorum 3-0 undir og þurftum á kraftaverki að halda. Við þurftum eitthvað sérstakt og ef það var að koma veg fyrir að besti leikmaður heims næði sér á strik þá var ég klár,“ sagði Robertson. "When I saw it afterwards I was gutted." On the 7th May 2019, Andy Robertson left Lionel Messi fuming after an incident at Anfield, but he 100% regrets his decision.https://t.co/2cOpfqTZ5ppic.twitter.com/6uzPXuB86p— SPORTbible (@sportbible) February 24, 2020 „Ég sé samt eftir þessu. Þetta er ekki sá maður sem ég er. Þetta er ekki minn persónuleiki. Þetta kvöld gerðust bara fullt af hlutum sem þú manst ekki eftir,“ sagði Andy Robertson. Þetta atvik gerðist snemma leiks og átti kannski þátt í því að koma Messi úr jafnvægi. Hver veit? Í það minnsta þá átti Barcelona liðið aldrei möguleika á Anfield þetta kvöld og þriggja marka forskot úr fyrri leiknum var ekki nóg.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira