Versta útreið flokks Merkel í sambandslandskosningum Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:44 Katharina Fegebank, odddviti Græningja og varaborgarstjóri Hamborgar, (t.v.) og Annalena Baerbock, formaður flokksins, fögnuðu úrslitunum í gærkvöldi. AP/Kay Nietfield/DPA Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Græningjar eru taldir helstu sigurvegarar í sambandslandskosningum í Hamborg þar sem Kristilegi demókrataflokkur (CDU) Angelu Merkel kanslara hlaut sína verstu útreið frá upphafi um helgina. Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) tapaði fylgi en gæti enn náð fólki inn á sambandsþingið. CDU er í leiðtogakreppu eftir að Annegret Kramp-Karrenbauer sagði af sér fyrr í þessum mánuði. Henni hafði verið stillt upp sem arftaka Merkel sem hefur leitt flokkinn um árabil. Bráðabirgðatölur benda til þess að CDU sé aðeins þriðji stærsti flokkurinn í Hamborg með um 11% atkvæða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Ziemiak, aðalritari CDU, vísar til afsagnar Kramp-Karrenbauer og hneykslismáls þar sem fulltrúar flokksins í Þýringalandi tóku höndum saman við fulltrúa AfD um kjör á forseta sambandslandsins. Sagði hann daginn „beiskan“ fyrir flokkinn. Sósíaldemókratar (SPD) héldu velli sem stærsti flokkurinn í Hamborg með um 39,1% atkvæða þrátt fyrir að þeir töpuðu um sex prósentustigum frá kosningunum árið 2015. Græningjar unnu mikið á og fengu um 24,1% atkvæða. Líklegt er að flokkarnir vinni áfram saman í sambandslandsstjórn.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Tengdar fréttir Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14 Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56 Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Eftirmaður Merkel verður ekki næsti kanslari Annegret Kramp-Karrenbauer hyggst ekki bjóða sig fram til að taka við embætti kanslara þegar Angela Merkel lætur af embætti á næsta ári líkt og til stóð. 10. febrúar 2020 10:14
Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Titringur er innan ríkisstjórnar Þýskalands eftir að flokkur Angelu Merkel kanslara rauf áratugalanga samstöðu þýskra stjórnmálaflokka um að útiloka hægriöfgaflokka. 6. febrúar 2020 10:56
Segir af sér vegna stuðnings öfgaflokks Leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýringalandi, þar sem áður var Austur-Þýskaland, fór í dag fram á nýjar kosningar og sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að þingið samþykkti skipan hans óvænt í gær. Stuðningur öfgaþjóðernishyggjuflokksins AfD við skipanina réði úrslitum og vakti afar hörð viðbrögð. 6. febrúar 2020 18:00